Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 16:00 Íslenska landsliðið fagnaði tveimur góðum sigrum gegn Póllandi í undirbúningi fyri rEM. vísir/Viktor Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 35 manna hópinn sem hann mun svo geta valið úr fyrir Evrópumótið sem hefst eftir tæpan mánuð. Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira