Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. október 2024 19:11 Guðjón Valur og Helgi eru báðir fjögurra ára og þurfa mikla þjónustu vegna fötlunar. Nú er rof á þessari þjónustu vegna verkfalls kennara með tilheyrandi áhrifum á þroska drengjanna. vísir/einar Fjögurra ára drengir með fötlun fá ekki lögbundna þjónustu meðan verkfall kennara stendur yfir. Mæður þeirra segja undarlegt að undanþágur séu ekki veittar frá verkfalli fyrir þennan viðkvæma hóp enda hafi rof á þjónustu gríðarleg áhrif á þroska barnanna. Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður. Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og að kæfa niður gagnrýni „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður.
Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og að kæfa niður gagnrýni „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01