Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 22:25 Danir héldu kvöldverð til heiðurs Höllu Tómasdóttur, sjöunda forseta íslenska lýðveldisins þan 8. október. Ástralskur slúðurmiðill vill meina að Danakonungur hafi daðrað við utanríkisráðherra Íslendinga. Getty Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love. Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love.
Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“