„Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. október 2024 12:32 Dómsalurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur verið þröngt setin síðustu daga vegna fjölda sakborninga og lögmanna þeirra. Vísir/Vilhelm Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð málsins hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðustu daga. Sakborningarnir eru á annan tug, en þeir eru grunaðir um skipulagða brotastarfsemi í tengslum við vörslu, sölu og sölu innflutning fíkniefna. Málið varðar meðal annars innflutning á fíkniefnum með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Lögmenn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða hafa í dag spurt starfsmenn lögreglunnar, sem rannsökuðu málið, spjörunum úr. Hleranir lögreglu hafa vakið áhuga lögmannanna, sérstaklega þegar samtöl Jóns Inga Sveinssonar, meints höfuðpaurs, hafa verið hljóðrituð. Lögreglufulltrúi sem gaf skýrslu fyrir dómi í dag var spurður hvernig hann gæti sannreynt hver væri að tala á hverjum tímapunkti. „Oftast er hægt að sjá samhengið. Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá,“ sagði lögreglufulltrúinn. Í fyrstu hafi þeir komið inn í rannsóknina með autt blað og vitað lítið sem ekkert en eftir að á leið náð að átta sig betur á heildarmyndinni. Þá tók hann fram að þær hljóðritanir sem lægju fyrir í málinu væru um tíu prósent af því sem hafi verið hljóðritað. Þeir hafi líka tekið upp ýmsa hluti sem vörðuðu persónulega hagi sakborningana sem tengdust sakamálinu ekki. „Ég þekki röddina hans“ Jón Ingi hefur síðustu þrjá daga gefið þrjár skýrslur fyrir dómi, en þar hefur hann fullyrt að hann hafi ekki sagt orð sem eru höfð eftir honum í lögregluskýrslum sem byggja á hljóðritunum. Lögreglufulltrúinn sagðist alveg viss um að þegar að fullyrt væri að Jón Ingi væri að tala þá hefði hann verið að tala. „Hvort þetta sé hann eða ekki, ég leyfi ég mér að blása á það því ég þekki röddina hans Jóns. Þetta myndar allt heila heild. Það er alveg þannig.“ Að sögn lögreglufulltrúans var líka oft hægt að átta sig á því hver væri hvað þegar einhver sagðist ætla að fara á tiltekinn stað, og síðan sá lögregla viðkomandi fara á þann stað. „Síðan eru þeir að tala um sömu kærustuna, og sömu fjölskylduhagina,“ sagði lögreglufulltrúinn sem tók fram að í þeim tilfellum þar sem hann var ekki viss um hver ætti í hlut hafi verið haft eftir „óþekktum aðila“. Heimild á „öðrum stöðum“ Einnig hefur nokkuð verið rætt um hljóðritanir á hendur Jóni Inga á meðan hann var erlendis. Á mánudag, sem var fyrsti dagur aðalmeðferðarinnar, héldu hann og lögmaður hans, Björgvin Jónsson, því fram að hljóðritanir sem hefðu verið teknar á meðan hann var erlendis hefðu verið ólöglegar. „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ sagði Björgvin á mánudag. Hann krafðist þess að algjörlega yrði litið fram hjá hljóðritununum. Aðrir verjendur í málinu tóku undir bókunina. Fyrir dómi í dag var úrskurður um heimild lögreglu til hljóðritunar á samtölum Jóns Inga sýnd viðstöddum. Úrskurðurinn var á þessa leið: „Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði til að taka upp ljósmyndir og hreyfimyndir sem og samtöl fólks, nálgast slíkar upptökur í og við dvalarstað Jóns Inga Sveinssonar [á og við heimili hans] í Reykjavík og á öðrum stöðum meðan Jón Ingi fundar þar með ætluðum samverkamönnum sínum.“ Vandasamt að hlera Lögreglumaður sem gaf skýrslu í dag sagði það alltaf vandasamt þegar lögreglan væri að hlera. Hann sagðist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig hleranirnar hafi farið fram til að vernda starfshætti lögreglunnar. Spurður út í lögmæti þess að hljóðrita samtöl Jóns Inga sem hefði verið erlendis sagði hann að allar aðgerðir lögreglu í þeim efnum hafi farið fram hér á landi. Þá sagði hann þessar aðgerðir hafa verið unnar í nánu sambandi við yfirmenn rannsóknardeildar lögreglu og hjá ákærusviði. Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Aðalmeðferð málsins hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðustu daga. Sakborningarnir eru á annan tug, en þeir eru grunaðir um skipulagða brotastarfsemi í tengslum við vörslu, sölu og sölu innflutning fíkniefna. Málið varðar meðal annars innflutning á fíkniefnum með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Lögmenn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða hafa í dag spurt starfsmenn lögreglunnar, sem rannsökuðu málið, spjörunum úr. Hleranir lögreglu hafa vakið áhuga lögmannanna, sérstaklega þegar samtöl Jóns Inga Sveinssonar, meints höfuðpaurs, hafa verið hljóðrituð. Lögreglufulltrúi sem gaf skýrslu fyrir dómi í dag var spurður hvernig hann gæti sannreynt hver væri að tala á hverjum tímapunkti. „Oftast er hægt að sjá samhengið. Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá,“ sagði lögreglufulltrúinn. Í fyrstu hafi þeir komið inn í rannsóknina með autt blað og vitað lítið sem ekkert en eftir að á leið náð að átta sig betur á heildarmyndinni. Þá tók hann fram að þær hljóðritanir sem lægju fyrir í málinu væru um tíu prósent af því sem hafi verið hljóðritað. Þeir hafi líka tekið upp ýmsa hluti sem vörðuðu persónulega hagi sakborningana sem tengdust sakamálinu ekki. „Ég þekki röddina hans“ Jón Ingi hefur síðustu þrjá daga gefið þrjár skýrslur fyrir dómi, en þar hefur hann fullyrt að hann hafi ekki sagt orð sem eru höfð eftir honum í lögregluskýrslum sem byggja á hljóðritunum. Lögreglufulltrúinn sagðist alveg viss um að þegar að fullyrt væri að Jón Ingi væri að tala þá hefði hann verið að tala. „Hvort þetta sé hann eða ekki, ég leyfi ég mér að blása á það því ég þekki röddina hans Jóns. Þetta myndar allt heila heild. Það er alveg þannig.“ Að sögn lögreglufulltrúans var líka oft hægt að átta sig á því hver væri hvað þegar einhver sagðist ætla að fara á tiltekinn stað, og síðan sá lögregla viðkomandi fara á þann stað. „Síðan eru þeir að tala um sömu kærustuna, og sömu fjölskylduhagina,“ sagði lögreglufulltrúinn sem tók fram að í þeim tilfellum þar sem hann var ekki viss um hver ætti í hlut hafi verið haft eftir „óþekktum aðila“. Heimild á „öðrum stöðum“ Einnig hefur nokkuð verið rætt um hljóðritanir á hendur Jóni Inga á meðan hann var erlendis. Á mánudag, sem var fyrsti dagur aðalmeðferðarinnar, héldu hann og lögmaður hans, Björgvin Jónsson, því fram að hljóðritanir sem hefðu verið teknar á meðan hann var erlendis hefðu verið ólöglegar. „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ sagði Björgvin á mánudag. Hann krafðist þess að algjörlega yrði litið fram hjá hljóðritununum. Aðrir verjendur í málinu tóku undir bókunina. Fyrir dómi í dag var úrskurður um heimild lögreglu til hljóðritunar á samtölum Jóns Inga sýnd viðstöddum. Úrskurðurinn var á þessa leið: „Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði til að taka upp ljósmyndir og hreyfimyndir sem og samtöl fólks, nálgast slíkar upptökur í og við dvalarstað Jóns Inga Sveinssonar [á og við heimili hans] í Reykjavík og á öðrum stöðum meðan Jón Ingi fundar þar með ætluðum samverkamönnum sínum.“ Vandasamt að hlera Lögreglumaður sem gaf skýrslu í dag sagði það alltaf vandasamt þegar lögreglan væri að hlera. Hann sagðist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig hleranirnar hafi farið fram til að vernda starfshætti lögreglunnar. Spurður út í lögmæti þess að hljóðrita samtöl Jóns Inga sem hefði verið erlendis sagði hann að allar aðgerðir lögreglu í þeim efnum hafi farið fram hér á landi. Þá sagði hann þessar aðgerðir hafa verið unnar í nánu sambandi við yfirmenn rannsóknardeildar lögreglu og hjá ákærusviði.
„Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði til að taka upp ljósmyndir og hreyfimyndir sem og samtöl fólks, nálgast slíkar upptökur í og við dvalarstað Jóns Inga Sveinssonar [á og við heimili hans] í Reykjavík og á öðrum stöðum meðan Jón Ingi fundar þar með ætluðum samverkamönnum sínum.“
Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent