Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 09:31 Sergio Ramos sést hér snúa niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum 2018 en Jürgen Klopp er enn ósáttur við hann. Getty/Robbie Jay Barratt Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er enn fúll yfir tapinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018 og þá sérstaklega út í einn mann. Real Madrid vann þá 3-1 sigur á Liverpool í Kænugarði í Úkraínu en ein stærsta fréttin frá leiknum var þegar Mohamed Salah fór snemma meiddur af velli eftir að Sergio Ramos sneri hann niður. Salah fór grátandi af velli með slæm axlarmeiðsli og Liverpool liðið átti litla möguleika eftir það. Klopp ræddi þennan úrslitaleik í hlaðvarpsviðtali við Toni Kroos. Kroos var í liði Real Madrid sem fagnaði þarna sigri. Ramos var ekki hættur því hann lenti líka í samstuði við Liverpool markvörðinn Loris Karius. Karius er talinn hafa fengið heilahristing. Markvörðurinn hélt samt áfram og gerði tvö skelfileg mistök seinna í leiknum. „Er herra Ramos virkilega góður gæi?“ spurði Jürgen Klopp. ESPN segir frá. „Hann er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn. Þetta brot hans var svo gróft,“ sagði Klopp. „Ég skildi aldrei þennan hugsunarhátt hans. Ég hef aldrei verið með slíka leikmenn og þegar ég fékk slíka leikmenn þá sá ég til þess að þeir fóru í burtu aftur,“ sagði Klopp. Kroos kom Ramos til varnar og sagði hann vera mjög góðan liðsfélaga en Klopp bætti við: „Hann er kannski ekki minn uppáhaldsleikmaður en það skiptir engu máli,“ sagði Klopp. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að mínir miðverðir voru alltaf það góðir að þeir þurftu ekki að standa í svona ruddaskap,“ sagði Klopp. Liverpool vann Meistaradeildina árið eftir en tapaði einnig úrslitaleik á móti Real Madrid árið 2022. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Real Madrid vann þá 3-1 sigur á Liverpool í Kænugarði í Úkraínu en ein stærsta fréttin frá leiknum var þegar Mohamed Salah fór snemma meiddur af velli eftir að Sergio Ramos sneri hann niður. Salah fór grátandi af velli með slæm axlarmeiðsli og Liverpool liðið átti litla möguleika eftir það. Klopp ræddi þennan úrslitaleik í hlaðvarpsviðtali við Toni Kroos. Kroos var í liði Real Madrid sem fagnaði þarna sigri. Ramos var ekki hættur því hann lenti líka í samstuði við Liverpool markvörðinn Loris Karius. Karius er talinn hafa fengið heilahristing. Markvörðurinn hélt samt áfram og gerði tvö skelfileg mistök seinna í leiknum. „Er herra Ramos virkilega góður gæi?“ spurði Jürgen Klopp. ESPN segir frá. „Hann er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn. Þetta brot hans var svo gróft,“ sagði Klopp. „Ég skildi aldrei þennan hugsunarhátt hans. Ég hef aldrei verið með slíka leikmenn og þegar ég fékk slíka leikmenn þá sá ég til þess að þeir fóru í burtu aftur,“ sagði Klopp. Kroos kom Ramos til varnar og sagði hann vera mjög góðan liðsfélaga en Klopp bætti við: „Hann er kannski ekki minn uppáhaldsleikmaður en það skiptir engu máli,“ sagði Klopp. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að mínir miðverðir voru alltaf það góðir að þeir þurftu ekki að standa í svona ruddaskap,“ sagði Klopp. Liverpool vann Meistaradeildina árið eftir en tapaði einnig úrslitaleik á móti Real Madrid árið 2022. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira