Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar 1. nóvember 2024 09:45 Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á frelsi einstaklingsins til að byggja líf sitt á eigin verðleikum, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni. Þetta er lykilatriði fyrir mig. Í slíku samfélagi hefur hver einstaklingur tækifæri til að þroska hæfileika sína og ná langt, án þess að þurfa að treysta á stjórnvald eða aukin ríkisafskipti. Hlutverk stjórnvalda á að snúast um að auðvelda fólki lífið, skapa grundvöll fyrir nýsköpun og efla atvinnulíf þar sem tækifærin eru til staðar. Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á að styðja við fyrirtæki og frumkvöðla, og það hefur raunveruleg áhrif fyrir okkur unga fólkið: fleiri tækifæri til atvinnu, aukin verðmætasköpun og meiri velferð. Sterkt atvinnulíf skapar störf, styður við fjölbreyttara samfélag og gerir okkur kleift að þróa nýjar hugmyndir og tæknilausnir sem bæta lífsgæði. Með því að efla tekjur ríkissjóðs með verðmætasköpun, en ekki stöðugum skattahækkunum, verður einnig hægt að byggja upp öflugt velferðarkerfi. En til að árangur náist þarf gott menntakerfi sem tekur mið af þörfum nútímans. Við þurfum að vera betur undirbúin fyrir fjölbreyttan og síbreytilegan vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra framtíðarsýn á að bæta menntakerfið og tengja það við atvinnulífið þannig að það nýtist betur okkur ungu fólki og samfélaginu í heild. Þannig tryggjum við að framtíð Íslendinga verði byggð á menntuðu, hæfu og framsæknu fólki sem er reiðubúið að takast á við áskoranir morgundagsins. Við stöndum einnig frammi fyrir stórum áskorunum næstu árin, ekki aðeins á sviði efnahags og nýsköpunar heldur einnig í orkumálum. Ísland þarf að nýta orkuauðlindir sínar á sjálfbæran hátt og með ábyrgri stjórnun þannig að orkan nýtist okkur, komandi kynslóðum og atvinnulífinu sem byggir á henni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur stýrt hagkerfinu af ábyrgð, stuðlað að stöðugleika og gert langtímalausnir að forgangi. Kosningarnar 30. nóvember mega ekki leiða til aukinnaríkisafskipta og skattahækkanna sem bitnar mest á ungu fólki. Við erum rétt að stíga okkar fyrstu skref á vinnumarkaði og koma okkur fyrir á húsnæðismarkaði. Við eigum ekki að þurfa að bera þau byrði að greiða stöðugt hærri skatta sem skerða möguleika okkar til að byggja upp eigið líf. Okkur þarf að vera treyst fyrir því að móta eigin framtíð og nýta hugmyndir okkar og ástríðu án þess að ríkisafskipti standi í vegi fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti skýra framtíðarsýn fyrir ungt fólk og stefnu sem tryggir að Ísland verði áfram sterkt, stöðugt og byggt á sjálfbærum grunni. Með því að styðja einstaklingsfrelsi, öflugan efnahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda tryggir Sjálfstæðisflokkurinn að ungt fólk hafi rödd sem nær lengra en næsta kjörtímabil og byggi á raunverulegum, ábyrgum langtíma lausnum. Þetta er okkar framtíð, og við eigum að nýta kosningaréttinn til að hafa áhrif á hana. Setjum X við D og byggjum saman samfélag sem styður ungt fólk til að ná langt! Höfundur er tvítugur húsasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á frelsi einstaklingsins til að byggja líf sitt á eigin verðleikum, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni. Þetta er lykilatriði fyrir mig. Í slíku samfélagi hefur hver einstaklingur tækifæri til að þroska hæfileika sína og ná langt, án þess að þurfa að treysta á stjórnvald eða aukin ríkisafskipti. Hlutverk stjórnvalda á að snúast um að auðvelda fólki lífið, skapa grundvöll fyrir nýsköpun og efla atvinnulíf þar sem tækifærin eru til staðar. Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á að styðja við fyrirtæki og frumkvöðla, og það hefur raunveruleg áhrif fyrir okkur unga fólkið: fleiri tækifæri til atvinnu, aukin verðmætasköpun og meiri velferð. Sterkt atvinnulíf skapar störf, styður við fjölbreyttara samfélag og gerir okkur kleift að þróa nýjar hugmyndir og tæknilausnir sem bæta lífsgæði. Með því að efla tekjur ríkissjóðs með verðmætasköpun, en ekki stöðugum skattahækkunum, verður einnig hægt að byggja upp öflugt velferðarkerfi. En til að árangur náist þarf gott menntakerfi sem tekur mið af þörfum nútímans. Við þurfum að vera betur undirbúin fyrir fjölbreyttan og síbreytilegan vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra framtíðarsýn á að bæta menntakerfið og tengja það við atvinnulífið þannig að það nýtist betur okkur ungu fólki og samfélaginu í heild. Þannig tryggjum við að framtíð Íslendinga verði byggð á menntuðu, hæfu og framsæknu fólki sem er reiðubúið að takast á við áskoranir morgundagsins. Við stöndum einnig frammi fyrir stórum áskorunum næstu árin, ekki aðeins á sviði efnahags og nýsköpunar heldur einnig í orkumálum. Ísland þarf að nýta orkuauðlindir sínar á sjálfbæran hátt og með ábyrgri stjórnun þannig að orkan nýtist okkur, komandi kynslóðum og atvinnulífinu sem byggir á henni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur stýrt hagkerfinu af ábyrgð, stuðlað að stöðugleika og gert langtímalausnir að forgangi. Kosningarnar 30. nóvember mega ekki leiða til aukinnaríkisafskipta og skattahækkanna sem bitnar mest á ungu fólki. Við erum rétt að stíga okkar fyrstu skref á vinnumarkaði og koma okkur fyrir á húsnæðismarkaði. Við eigum ekki að þurfa að bera þau byrði að greiða stöðugt hærri skatta sem skerða möguleika okkar til að byggja upp eigið líf. Okkur þarf að vera treyst fyrir því að móta eigin framtíð og nýta hugmyndir okkar og ástríðu án þess að ríkisafskipti standi í vegi fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti skýra framtíðarsýn fyrir ungt fólk og stefnu sem tryggir að Ísland verði áfram sterkt, stöðugt og byggt á sjálfbærum grunni. Með því að styðja einstaklingsfrelsi, öflugan efnahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda tryggir Sjálfstæðisflokkurinn að ungt fólk hafi rödd sem nær lengra en næsta kjörtímabil og byggi á raunverulegum, ábyrgum langtíma lausnum. Þetta er okkar framtíð, og við eigum að nýta kosningaréttinn til að hafa áhrif á hana. Setjum X við D og byggjum saman samfélag sem styður ungt fólk til að ná langt! Höfundur er tvítugur húsasmiður.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun