Bæjarstjórn hefur nú sent frá sér ákall um að staðan verði löguð svo ekki komi til greiðsluþrots.
Þá fjöllum við um landskjörstjórn sem tók við framboðslistum í gær. Þrjú framboð fengu svo frest til að bæta úr ágöllum sem fundust á listunum.
Einnig segjum við frá yfirvofandi læknaverkfalli og heyrum í heilbrigðisráðherra um stöðuna.
Og í íþróttunum er fókusinn á Stjörnumönnum sem eru taplausir í körfuboltanum.