xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar 1. nóvember 2024 11:46 Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leigumarkaður Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun