Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. nóvember 2024 13:00 Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun