Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 14:14 Anthony Isak fagnar markinu góða gegn Arsenal í dag. Getty/Stu Forster Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Isak skoraði sigurmarkið þegar Newcastle vann Arsenal 1-0 í fyrsta leik dagsins, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal getur núna misst topplið Manchester City átta stigum fram úr sér, og Liverpool sjö stigum fram úr sér, síðar í dag. Isak skoraði markið með frábærum skalla á 12. mínútu, eftir mjög góða fyrirgjöf frá Anthony Gordon af hægri kantinum. Svíinn hefur þar með skorað í þremur leikjum í röð fyrir Newcastle, og alls tólf mörk í síðustu tólf heimaleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Alexander Isak has scored 12 goals in 12 Premier League games at St. James' Park 👀Home comforts 🏟️ pic.twitter.com/lYn5ZrSOJl— ESPN UK (@ESPNUK) November 2, 2024 Þetta var hins vegar aðeins fyrsti deildarsigur Newcastle frá því 15. september, en liðið hafði fengið samtals tvö stig úr síðustu fimm deildarleikjum sínum fyrir leikinn í dag. Sigurinn kemur Newcastle upp um fjögur sæti, í áttunda sæti með 15 stig, en Arsenal er í 3. sæti með 18 stig, og hin liðin í deildinni eiga nú öll leik til góða um helgina. Arsenal gekk illa að skapa sér færi til að jafna metin í dag, og það breyttist lítið þegar leið á seinni hálfleikinn þrátt fyrir skiptingar Mikel Arteta og þó að leikmenn Newcastle virtust farnir að þreytast. Eina tilraun Arsenal sem fór á markrammann var í fyrri hálfleik þegar Mikel Merino átti skot af stuttu færi eftir hornspyrnu, en það fór í Anthony Gordon nánast á marklínu. Declan Rice var svo afar nálægt því að jafna metin í uppbótartíma seinni hálfleiks, þegar hann skallaði rétt framhjá úr góðu færi á fjærstöng. Enski boltinn
Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Isak skoraði sigurmarkið þegar Newcastle vann Arsenal 1-0 í fyrsta leik dagsins, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal getur núna misst topplið Manchester City átta stigum fram úr sér, og Liverpool sjö stigum fram úr sér, síðar í dag. Isak skoraði markið með frábærum skalla á 12. mínútu, eftir mjög góða fyrirgjöf frá Anthony Gordon af hægri kantinum. Svíinn hefur þar með skorað í þremur leikjum í röð fyrir Newcastle, og alls tólf mörk í síðustu tólf heimaleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Alexander Isak has scored 12 goals in 12 Premier League games at St. James' Park 👀Home comforts 🏟️ pic.twitter.com/lYn5ZrSOJl— ESPN UK (@ESPNUK) November 2, 2024 Þetta var hins vegar aðeins fyrsti deildarsigur Newcastle frá því 15. september, en liðið hafði fengið samtals tvö stig úr síðustu fimm deildarleikjum sínum fyrir leikinn í dag. Sigurinn kemur Newcastle upp um fjögur sæti, í áttunda sæti með 15 stig, en Arsenal er í 3. sæti með 18 stig, og hin liðin í deildinni eiga nú öll leik til góða um helgina. Arsenal gekk illa að skapa sér færi til að jafna metin í dag, og það breyttist lítið þegar leið á seinni hálfleikinn þrátt fyrir skiptingar Mikel Arteta og þó að leikmenn Newcastle virtust farnir að þreytast. Eina tilraun Arsenal sem fór á markrammann var í fyrri hálfleik þegar Mikel Merino átti skot af stuttu færi eftir hornspyrnu, en það fór í Anthony Gordon nánast á marklínu. Declan Rice var svo afar nálægt því að jafna metin í uppbótartíma seinni hálfleiks, þegar hann skallaði rétt framhjá úr góðu færi á fjærstöng.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti