„Að mínu mati byrjar jólahátíðin í dag,“ skrifar Laufey við myndbandið í færslu á Instagram-síðu sinni.
Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Nýverið var tilkynnt að tónleikar hennar, sem fóru fram í Hollywood Bowl í Los Angelses í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi, þar á meðal í Bíó Paradís.
Tónleikarnir, sem um ræðir, seldust upp, og steig Laufey á svið með sinfoníuhljómsveit frá Los Angeles og heillaði þúsundir áhorfenda upp úr skónum.
Laufey hlaut eftirminnilega Grammy verðlaun fyrir plötu sína Bewitched fyrr á árinu. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu.