Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna e.colisýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir allt að þokast í rétta átt.
Dómsmálaráðherra vill rýmka heimild yfirvalda til að öryggisvista einstaklinga sem eru taldir hættulegir sér og öðrum í samfélaginu. Félagsmálaráðherra vill að farið verði nánar ofan í saumana á þessum málum eftir tvö alvarleg atvik.
Þá heyrum við frá kosningafundi Donalds Trump í Wisconsin í gær, sem einkenndist af tæknilegum örðugleikum, og hitum upp fyrir fjölmenningarhátíð í uppsveitum Árnessýslu.