Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 12:36 Ólafur Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Stjórnmálafræðiprófessor telur eldræðu formanns Framsóknarflokksins vera að einhverju leyti til að fjarlægja flokkinn stefnu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Framsókn geri sig líklega til að mynda ríkisstjórn af miðjunni til vinstri. Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur. Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar fyrir komandi alþingiskosningar voru sýndar á RÚV í gærkvöldi þar sem fulltrúar allra flokka voru mættir. Mikill hiti var í mannskapnum og mynduðust hvassar umræður. Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir miðjuflokkana tvo, Viðreisn og Framsókn, gera sig líklegri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en til hægri komi til þess. „Línurnar í þessum umræðum voru hugmyndafræðilega miklu skýrari heldur en oft áður. Í kosningarannsókninni 2021 spurðum við um viðhorf kjósenda til hefðbundinna hægri vinstri málefna og á menningarás þar sem við skiptum fólk á milli frjálslyndra alþjóðasinna og þjóðlegra íhaldsmanna. Staðsetning flokkanna þá og það sem foringjarnir voru að segja núna rímar mjög vel saman. Þannig hugmyndafræði kjósenda 2021 endurspeglaðist vel í málflutningi forystumannanna í umræðunum í gær,“ segir Ólafur. Heitar umræður voru um útlendinga málin og hefur eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um málaflokkinn vakið mikla athygli. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir! Eða er það kannski vandamálið erlendar glæpaklíkur? Herðum þá tökin á landamærunum!“ sagði Sigurður Ingi. Ólafur segir málflutning Sigurðar afar áhugaverðan. Þarna hafi ný stefna flokksins verið mótuð í beinni og Sigurður reynt enn frekar að fjarlægja framsókn frá Sjálfstæðis og Miðflokknum. „Hann var greinilega að marka sér sérstöðu gagnvart sérstaklega Miðflokknum og Sigmundi Davíð, en líka í rauninni nýlegum málflutningi Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði áherslu á að Framsóknarflokkurinn vildi mildi og mannúð í hælisleitendamálum,“ segir Ólafur.
Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira