Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar 2. nóvember 2024 13:00 Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem betur má fara í íslensku samfélagi, en heilt yfir einkennist samfélagið af mikilli innviðaskuld. Því lengur sem dregst að bæta þar úr, þeim mun erfiðara og dýrara verður það. Það er því kominn tími á breytingar og þar er Samfylkingin með plan og nýjan verkstjóra, Kristrúnu Frostadóttur sem kom eins og ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál. Þjóðin gerir nú kröfu um árangur sem Samfylkingin ætlar að verða við fái flokkurinn til þess umboð í kosningum. Við vitum að hægt er að stjórna landinu betur með gildi jafnaðarstefnu að leiðarljósi þar sem kraftmikil verðmætasköpun stendur undir sterkri velferð og öfugt. Forgangsröðun fólksins í landinu Undanfarin tvö ár hefur farið fram metnaðarfull málefnavinna á vegum Samfylkingarinnar þar sem haldnir voru á annað hundrað fundir um allt land. Það sem fólki finnst brýnast að laga í samfélaginu er að lækka vexti og ná tökum á efnahagnum, að ráðast í aðgerðir í húsnæðismálum, bæði til skemmri og lengri tíma og að bæta heilbrigðiskerfið. Afrakstur samtalsins við almenning, við fagfélög, félagasamtök, sérfræðinga og fleiri eru hin þrjú sk. útspil Samfylkingarinnar: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og nú síðast Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum sem kynnt var austur á fjörðum í vikunni, allt auðlesnar og innihaldsríkar áætlanir. Lægri vextir með styrkri stjórn efnahagsmála Brýnast er að kveða niður vexti og verðbólgu nú þegar stýrivextir hafa verið yfir 9% í rúmt ár og verðbólga yfir markmiði í fjögur ár. Þetta hefur leitt til þess að heimili landsins líða fyrir, þau borguðu 40 milljörðum meira í húsnæðisvexti árið 2023 miðað við 2021. Því minna sem ríkisstjórnin gerir til að vinna gegn verðbólgu, því meira gerir Seðlabankinn og því hærri eru vextirnir. Það er því augljóslega til mikils að vinna að ná styrkri stjórn á stöðu efnahagsmála. Samfylkingin vill stöðugleika þannig að ávallt sé gætt að jafnvægi milli tekna og rekstrarútgjalda. Þannig sé aflað tekna og/eða hagrætt í rekstri ríkisins til að mæta auknum útgjöldum. Það er eilífðarverkefni að auka skilvirkni og sýna aðhald í ríkisrekstri. Stafræn vegferð er þar mikilvæg sem og að fara betur með fé í opinberum framkvæmdum svo dæmi séu nefnd. Á tekjuhliðinni vill Samfylkingin auka tekjur ríkisins með skynsamlegum og réttlátum auðlindagjöldum á sameignir okkar allra líkt og fiskinn í sjónum og orkuauðlindir. Þá vill Samfylkingin sækja tekjur með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagstekjur og með hóflegri hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 22% í 25% með samhliða hækkun frítekjumarks vaxtatekna þar að lútandi. Aðrir þættir sem fjallað er um í hinu nýja útspili eru bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og kerfisbreytingar til lengri tíma sem og hvernig við tryggjum örugga afkomu um ævina alla. Lesendur eru hvattir til að kynna sé þetta auðlesna plagg. Valið er ykkar Oft þegar líður að kosningum boða flokkar annað hvort aðhald í ríkisrekstri eða aukna tekjuöflun. Samfylkingin telur að gera þurfi hvoru tveggja og jafnframt að sú fjárfesting í innviðum sem þarf að eiga sér stað muni skila sér í aukinni verðmætasköpun til lengri tíma litið. Kæru kjósendur. Fylkjum okkur saman um jákvæð og stórhuga stjórnmál. Við viljum sterka velferð; atvinnu, menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu, en það þarf að byggja undir velferðina eins og að ofan er lýst. Samfylkingin er tilbúin til tafarlausra verka fái hún til þess umboð frá ykkur. Höfundur er landlæknir og skipar 1. sæti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun