Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 18:21 Moises Caicedo og Bruno Fernandes skoruðu báðir í dag. Getty/Michael Regan Chelsea kom sér upp fyrir Arsenal og Aston Villa í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford. Þetta var fyrsti deildarleikur United eftir brottrekstur Eriks ten Hag en liðið leikur undir stjórn Ruuds van Nistelrooy þar til að Ruben Amorim tekur við 11. nóvember. Bruno Fernandes kom United yfir úr vítaspyrnu, með sínu fyrsta deildarmarki á leiktíðinni, á 70. mínútu en Chelsea jafnaði metin skömmu síðar þegar Moises Caicedo skoraði með viðstöðulausu skoti eftir skalla Casemiro frá marki United. Jafntefli sennilega sanngjörn niðurstaða en liðin áttu sína tilraunina hvort í markrammann í fyrri hálfleik. Noni Madueke átti skalla í stöng snemma leiks og Marcus Rashford þrumaði í þverslá um leið og flautað var til hálfleiks. Lokakafli leiksins, eftir að staðan var orðin 1-1, var bráðfjörugur en hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark. Chelsea er þó engu að síður komið upp í 4. sæti með 18 stig og betri markatölu en Arsenal og Aston Villa. Liðið er sjö stigum á eftir toppliði Liverpool. United er hins vegar aðeins með 12 stig í 13. sæti deildarinnar. Enski boltinn
Chelsea kom sér upp fyrir Arsenal og Aston Villa í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag með 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford. Þetta var fyrsti deildarleikur United eftir brottrekstur Eriks ten Hag en liðið leikur undir stjórn Ruuds van Nistelrooy þar til að Ruben Amorim tekur við 11. nóvember. Bruno Fernandes kom United yfir úr vítaspyrnu, með sínu fyrsta deildarmarki á leiktíðinni, á 70. mínútu en Chelsea jafnaði metin skömmu síðar þegar Moises Caicedo skoraði með viðstöðulausu skoti eftir skalla Casemiro frá marki United. Jafntefli sennilega sanngjörn niðurstaða en liðin áttu sína tilraunina hvort í markrammann í fyrri hálfleik. Noni Madueke átti skalla í stöng snemma leiks og Marcus Rashford þrumaði í þverslá um leið og flautað var til hálfleiks. Lokakafli leiksins, eftir að staðan var orðin 1-1, var bráðfjörugur en hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark. Chelsea er þó engu að síður komið upp í 4. sæti með 18 stig og betri markatölu en Arsenal og Aston Villa. Liðið er sjö stigum á eftir toppliði Liverpool. United er hins vegar aðeins með 12 stig í 13. sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti