Læknar fresta verkfalli Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 13:35 Læknafélag Íslands ætlar að boða til verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur löglegan og virðist þar með viðurkenna að hafa staðið ólöglega að fyrri verkfallsboðun. Steinunn Þórðardóttir er formaður LÍ. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands hefur tilkynnt læknum að það muni boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telur að sé löglegur. Hver vinnustaður lækna kjósi um verkföllin og þau muni ná til Landspítalans alls. Félagið ætlar því ekki að láta málið fara fyrir Félagsdóm af ótta við að niðurstaðan muni seinka verkfallinu fram í desember. Þetta kemur fram í pósti frá LÍ til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndunum. Þar segir að svar ríkisins um að ekki væri rétt staðið að umræddri verkfallsboðun hafi komið LÍ í opna skjöldu. Nákvæmlega eins hafi verið staðið að verkfallsboðun nú og fyrir tíu árum síðan í síðasta verkfalli. Athugasemdir ríkisins séu tvær, annars vegar að kosið hafi verið um verkfallsboðunina með röngum hætti og hins vegar að verkfallsboðunin taki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn. Læknafélagið og lögfræðilegir ráðgjafar sem félagið hefur leitað til séu langt frá því að vera sammála þessari afstöðu. Niðurstaða Félagsdóms gæti seinkað verkföllum Læknafélagið segir boðun verkfallsins hafa verið lögmæta og telur dómafordæmi Félagsdóms, um að greiða eigi atkvæði á hverjum vinnustað sem verkfallið eigi að ná til, hafa vafasamt fordæmisgildi. Félagið fellst hins vegar á að athugasemd ríkisins um að verkfall verði að ná til allra eininga Landspítala á sömu dögum eigi sér stoð í lögum. LÍ hafi tvo kosti: láta ríkið fara í málaferli fyrir Félagsdómi um lögmæti boðaðs verkfalls eða boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telji löglegan. Verði niðurstaða Félagsdóms andsnúin LÍ segist félagið vera búið að missa af því að fara í verkfall fyrr en einhvern tímann í desember. Markmið ríkisins virðist vera einmitt það, að tefja boðaðar verkfallsaðgerðir lækna. Niðurstaða stjórnar LÍ er að velja seinni kostinn: láta hvern vinnustað lækna kjósa um verkföllin og að láta verkföllin ná til Landspítalans alls þá daga sem verkföll verða á Landspítala. Með þeirri leið er unnt að boða nýtt verkfall lækna frá 25. nóvember næstkomandi. Vonir standa til að ný atkvæðagreiðsla um verkfall lækna hefjist síðdegis mánudaginn 4. nóvember næstkomandi. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur, formann LÍ, við skrif fréttarinnar. Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti frá LÍ til félagsmanna sem fréttastofa hefur undir höndunum. Þar segir að svar ríkisins um að ekki væri rétt staðið að umræddri verkfallsboðun hafi komið LÍ í opna skjöldu. Nákvæmlega eins hafi verið staðið að verkfallsboðun nú og fyrir tíu árum síðan í síðasta verkfalli. Athugasemdir ríkisins séu tvær, annars vegar að kosið hafi verið um verkfallsboðunina með röngum hætti og hins vegar að verkfallsboðunin taki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn. Læknafélagið og lögfræðilegir ráðgjafar sem félagið hefur leitað til séu langt frá því að vera sammála þessari afstöðu. Niðurstaða Félagsdóms gæti seinkað verkföllum Læknafélagið segir boðun verkfallsins hafa verið lögmæta og telur dómafordæmi Félagsdóms, um að greiða eigi atkvæði á hverjum vinnustað sem verkfallið eigi að ná til, hafa vafasamt fordæmisgildi. Félagið fellst hins vegar á að athugasemd ríkisins um að verkfall verði að ná til allra eininga Landspítala á sömu dögum eigi sér stoð í lögum. LÍ hafi tvo kosti: láta ríkið fara í málaferli fyrir Félagsdómi um lögmæti boðaðs verkfalls eða boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telji löglegan. Verði niðurstaða Félagsdóms andsnúin LÍ segist félagið vera búið að missa af því að fara í verkfall fyrr en einhvern tímann í desember. Markmið ríkisins virðist vera einmitt það, að tefja boðaðar verkfallsaðgerðir lækna. Niðurstaða stjórnar LÍ er að velja seinni kostinn: láta hvern vinnustað lækna kjósa um verkföllin og að láta verkföllin ná til Landspítalans alls þá daga sem verkföll verða á Landspítala. Með þeirri leið er unnt að boða nýtt verkfall lækna frá 25. nóvember næstkomandi. Vonir standa til að ný atkvæðagreiðsla um verkfall lækna hefjist síðdegis mánudaginn 4. nóvember næstkomandi. Ekki náðist í Steinunni Þórðardóttur, formann LÍ, við skrif fréttarinnar.
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53 Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. 1. nóvember 2024 20:53
Læknar á leið í verkfall Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan fjögur og samþykktu 93 prósent verkfallsaðgerðir. 31. október 2024 16:42