Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 16:32 Pawel Bartoszek sagði Bjarna Benediktsson fara með rangt mál þess efnis að Reykjavík ætti í ágreiningi við Kópavog um útvíkkun vaxtamarka. Hildur Björnsdóttir kom flokksfélaga sínum til varnar og sagði meirihlutann í Reykjavík víst hafa staðið gegn slíkum áformum. Vísir/Arnar/Vilhelm Pawel Bartoszek segir Bjarna Benediktsson hafa ruglast þegar hann sagði ágreining milli Kópavogs og Reykjavíkur um vaxtamörk. Ágreiningurinn væri í raun milli Kópavogs og Garðabæjar. Hildur Björnsdóttir andmælir Pawel og segir fulltrúa meirihlutans víst hafa skotið niður áform utan vaxtarmarka. „Við horfum upp á það núna að Kópavogur og Reykjavíkurborg eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í kappræðum RÚV á föstudagskvöld. Pawel Bartoszek, frambjóðandi Viðreisnar og varaborgarfulltrúi flokksins, segir í Facebook-færslu að Bjarni hafi þarna ruglast á sveitarfélögum. „Það hafa ekki komið neinar formlegar óskir frá Kópavogi um stækkun vaxtarmarka sem Reykjavíkurborg hefur tekið fyrir og neitað. Einfaldur lestur fundargerða svæðisskipulagsnefndar leiðir það í ljós,“ segir hann. „En Kópavogur neitar!“ Pawel segir að hins vegar komið fram formlegt erindi frá Garðabæ um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Markmiðið með þeim breytingum hafi verið að stuðla að auknu framboði húsnæðis með rými fyrir athafnasvæði. Pawel segir Bjarna hafa ruglast aðeins.Vísir/Arnar „Svæðisskipulagsnefnd samþykkti að auglýsa umrædda tillögu og greiddu báðir fulltrúar Reykjavíkurborgar atkvæði með því. Hins vegar var málið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Ástæðan fyrir því voru grenndarsjónarmið og það má að sjálfsögðu sýna þeim virðingu. En engu að síður skal rétt vera rétt,“ segir Pawel í færslunni. Því finnst honum að Bjarni hefði átt að segja: „Við erum að horfa upp á það núna að Garðabær og Kópavogur eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Það er auðvitað ekki boðlegt! Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Kópavogur neitar!“ Rifjar upp innlegg „frá Píratanum knáa“ Nú hefur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, tjáð sig á Facebook og andmælir þar skrifum Pawels. Hún rifjar fyrst upp þegar bæjarstjórn Kópavogs undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma, svæði utan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins og viðbrögð við henni. Hildur Björnsdóttir svarar Pawel fullum hálsi og segir hann fara með rangt mál.Stöð 2/Arnar „Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, var ekki lengi að andmæla áformunum opinberlega. Hún sagði ótækt að leggja fram slík áform utan vaxtarmarka og að húsnæðisuppbygging ætti að fara fram innan skilgreindra þéttbýlisreita. Hún sendi skýr skilaboð um það að Reykjavíkurborg myndi ekki fallast á beiðni um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma,“ skrifar Hildur í færslunni og bætir við: „Ekki óvænt innlegg frá Píratanum knáa sem hefur verið í forsvari fyrir einstrengingslega nálgun á húsnæðisuppbygginu borgarinnar undanliðin ár.“ Samfylkingin hafi andmælt tilfærslum vaxtamarka Hildur segir að það rími vel við afgreiðslu meirihlutans á tillögu Sjálfstæðismanna um útvíkkun vaxtarmarka borgarinnar. „Á haustdögum lögðum við til að borgarstjórn hæfi viðræður innan svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins um tilfærslu vaxtarmarkanna svo hægt væri að skipuleggja mun stærra svæði undir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, enda ekki vanþörf á. Það er skemmst frá því að segja að Samfylking varði miklu púðri í að andmæla hugmyndunum og meirihlutinn gat ekki fallist á tillöguna,“ skrifar hún einnig í færslunni. Hún segir svo að Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, hafi hitt naglann á höfuðið í gærdag þegar hann sagði rót verðbólguvandans liggja í húsnæðisskorti og að sá vandi yrði ekki leystur nema brotið yrði nýtt land og ráðist í stórfellda uppbyggingu húsnæðis hérlendis. Ekki náðist í Pawel til að fá viðbrögð við hans við orðum Hildar. Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. 12. febrúar 2024 17:13 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
„Við horfum upp á það núna að Kópavogur og Reykjavíkurborg eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Reykjavíkurborg neitar og vill stunda meiri þéttingu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í kappræðum RÚV á föstudagskvöld. Pawel Bartoszek, frambjóðandi Viðreisnar og varaborgarfulltrúi flokksins, segir í Facebook-færslu að Bjarni hafi þarna ruglast á sveitarfélögum. „Það hafa ekki komið neinar formlegar óskir frá Kópavogi um stækkun vaxtarmarka sem Reykjavíkurborg hefur tekið fyrir og neitað. Einfaldur lestur fundargerða svæðisskipulagsnefndar leiðir það í ljós,“ segir hann. „En Kópavogur neitar!“ Pawel segir að hins vegar komið fram formlegt erindi frá Garðabæ um stækkun vaxtarmarka á svæði sem heitir Rjúpnahlíð. Markmiðið með þeim breytingum hafi verið að stuðla að auknu framboði húsnæðis með rými fyrir athafnasvæði. Pawel segir Bjarna hafa ruglast aðeins.Vísir/Arnar „Svæðisskipulagsnefnd samþykkti að auglýsa umrædda tillögu og greiddu báðir fulltrúar Reykjavíkurborgar atkvæði með því. Hins vegar var málið tekið fyrir í bæjarstjórn Kópavogs og fellt þar. Ástæðan fyrir því voru grenndarsjónarmið og það má að sjálfsögðu sýna þeim virðingu. En engu að síður skal rétt vera rétt,“ segir Pawel í færslunni. Því finnst honum að Bjarni hefði átt að segja: „Við erum að horfa upp á það núna að Garðabær og Kópavogur eru í ágreiningi um vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Það er auðvitað ekki boðlegt! Það er land sem er til reiðu og hægt að byggja á. En Kópavogur neitar!“ Rifjar upp innlegg „frá Píratanum knáa“ Nú hefur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, tjáð sig á Facebook og andmælir þar skrifum Pawels. Hún rifjar fyrst upp þegar bæjarstjórn Kópavogs undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu húsnæðis að Gunnarshólma, svæði utan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins og viðbrögð við henni. Hildur Björnsdóttir svarar Pawel fullum hálsi og segir hann fara með rangt mál.Stöð 2/Arnar „Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, var ekki lengi að andmæla áformunum opinberlega. Hún sagði ótækt að leggja fram slík áform utan vaxtarmarka og að húsnæðisuppbygging ætti að fara fram innan skilgreindra þéttbýlisreita. Hún sendi skýr skilaboð um það að Reykjavíkurborg myndi ekki fallast á beiðni um útvíkkun vaxtarmarka í þágu uppbyggingar að Gunnarshólma,“ skrifar Hildur í færslunni og bætir við: „Ekki óvænt innlegg frá Píratanum knáa sem hefur verið í forsvari fyrir einstrengingslega nálgun á húsnæðisuppbygginu borgarinnar undanliðin ár.“ Samfylkingin hafi andmælt tilfærslum vaxtamarka Hildur segir að það rími vel við afgreiðslu meirihlutans á tillögu Sjálfstæðismanna um útvíkkun vaxtarmarka borgarinnar. „Á haustdögum lögðum við til að borgarstjórn hæfi viðræður innan svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins um tilfærslu vaxtarmarkanna svo hægt væri að skipuleggja mun stærra svæði undir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, enda ekki vanþörf á. Það er skemmst frá því að segja að Samfylking varði miklu púðri í að andmæla hugmyndunum og meirihlutinn gat ekki fallist á tillöguna,“ skrifar hún einnig í færslunni. Hún segir svo að Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, hafi hitt naglann á höfuðið í gærdag þegar hann sagði rót verðbólguvandans liggja í húsnæðisskorti og að sá vandi yrði ekki leystur nema brotið yrði nýtt land og ráðist í stórfellda uppbyggingu húsnæðis hérlendis. Ekki náðist í Pawel til að fá viðbrögð við hans við orðum Hildar.
Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. 12. febrúar 2024 17:13 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Spyr hvort eigi ekki líka að girða gamla fólkið af Formaður Landssambands eldri borgara segir uppbyggingu húsnæðis fyrir eldra fólk í Gunnarshólma vera vonda hugmynd sem gangi þvert gegn öllum ríkjandi áherslum í málaflokknum. Hann efast um að velferð eldra fólks hafi ráðið för við ákvörðunina. 12. febrúar 2024 17:13