Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 4. nóvember 2024 07:02 Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Byggingariðnaður Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ljóst er að störf iðnaðarmanna eru ein stór stoð í samfélaginu hvort sem litið er til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis eða reksturs fyrirtækja. Nú þegar mikill skortur er á húsnæði hér á landi er ljóst að fjölga þarf iðnmenntuðu starfsfólki. Ísland skortir verulega skýra stefnu varðandi iðnnám og tækninám, hver þörfin er á iðn- og tæknimenntuðu fólki til næstu ára og áratugar. Því er mjög mikilvægt að farið verði í að greina og móta mannafla- og færnispá fyrir íslenskan vinnumarkað. Þannig verði horft til næstu 10 ára í senn, greint verði hver þörf verði á vinnumarkaði á komandi árum og samhliða því hver forgangsröðun verði í menntakerfinu til menntunar fólks. Það er almennt dýrara að kenna iðn- og tækninám enda komast iðulega færri að hverri kennslustund og það krefst meðal annars meiri tækjabúnaðar við kennsluna. Mikilvægt er að skýrar kröfur séu gerðar til þess að iðn- og tækninám sé kennt og fjöldi námsplássa í skólum verði aukinn. Tryggja þarf nægt húsnæði til kennslu iðn- og tæknináms enda er aðsókn í námið í dag mjög mikið enda mjög eftirsótt störf á vinnumarkaði en ekki síður til áframhaldandi sérfræðináms. Tryggja þarf fjölgun kennara í iðn- og tækninámi. Styðjum við iðnnema á vinnumarkaði Til þess að mæta auknum fjölda iðnnema á vinnumarkaði þá verður atvinnulífið að taka þátt í þessari uppbyggingu með því að fjölga nemaplássum á vinnustöðum. Ríkið hefur hingað til veitt ákveðinn stuðning til þeirra fyrirtækja sem þetta gera en það er gert í formi styrkja úr Vinnustaðanámssjóði. Vinnustaðanámssjóður hefur hins vegar verið fjársveltur um langt skeið og í raun frá upphafi. Því er mikilvægt að fjármögnun sjóðsins verði tryggð á þann hátt að sá stuðningur sem sjóðurinn veitir nægan stuðning við það verkefni að vera með iðnnema í starfi. Slíkum stuðningi eiga að sjálfsögðu að fylgja skýrar kröfur til þessa verkefnis. Við getum hæglega horft til fyrirkomulags hjá frændum okkar í Danmörku. Þar hefur samfélagið ákveðið að styðja vel við iðnaðinn með styrkjum til iðn- og starfsþjálfunarnema. Án nægilegs fjölda iðn- og tæknimenntaðra verðum við sem samfélag alltaf í vandræðum með uppbyggingu innviða samfélagsins. Tökum höndum saman, mótum mannafla- og færnispá, fjölgum iðn- og tæknimenntuðu fólki og stöndum vörð um réttindi iðn- og tæknifólks. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun