Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar 4. nóvember 2024 07:31 Það er alkunna hér að ungu fólki er refsað grimmilega af bankastofnunum, taki það ákvörðun að mennta sig á háskólastigi. Hérlendis er því reyndar haldið fram af mörgum að öll verðtrygging sé af hinu góða og kannski einnig bráðnauðsynleg. Samfélagið gengi ekki upp annars, það sé verðtryggingin sem tryggir öryggi þitt sjáðu til. Þvílíkt bull! Tökum dæmi um hjúkrunarfræðinema sem tók í góðri trú verðtryggt námslán árið 2007. Lánsupphæð var í upphafi tvær milljónir. Konan er ung og bjartsýn á lífið og tilveruna, enda verður nú lítið mál að borga inn á og klára þetta sem fyrst. En raunin verður önnur, við bætist verðtryggt húsnæðislán og neytendalán sem hvort tveggja auka greiðslubyrði viðkomandi margfalt. Í dag borgar þessi hjúkrunarfræðingur ennþá af þessu verðtryggða námsláni og þegar lánstímabili lýkur mun hún hafa borgað um það bil tífalda upprunalega upphæð til bankans, eða í kringum tuttugu milljónir! Tvær milljónir verða sem sagt að tuttugu milljónum áður en yfir lýkur! Þannig virka öll verðtryggð lán á Íslandi, öfugt við nágrannalönd okkar þar sem verðtryggð lán til neytenda eru ekki til. Í Danmörku tekur þú óverðtryggt lán á hagkvæmum lánskjörum, byrjar að borga af því og sérð fljótlega að höfuðstóllinn lækkar. Þú sérð árangur og þér líður vel. Það er m.a. ein af ástæðum þess að ungt fólk flýr í umvörpum þangað. Verðtrygging lána til neytenda hérlendis snýst ekki um að standa vörð um lántaka á víðsjárverðum tímum hárrar verðbólgu, þó að því sé statt og stöðugt haldið fram af þeim, sem njóta hagsmuna af því að halda henni óbreyttri. Nei, hér snýst hún einvörðungu um að treysta undirstöður stóru bankanna, auðvaldsins, á okkar kostnað. Bankarnir hafa dregið úr allri þjónustu. Þeir hafa markvisst fækkað starfsfólki, markvisst lokað útibúum á landsbyggðinni og í staðinn reist sér höfuðstöðvar og glerhallir í höfuðborginni. Verðtryggingin er eins og hringrás sem við erum dæmd til að taka þátt í á meðan núverandi stjórnarfar ríkir. Þið sem eruð með þessi verðtryggðu lán, þið hafið ekkert val. Þegar milljarða hagnaði bankanna er ógnað, þá blæs Seðlabankinn til sóknar á heimili þessa lands og námsmenn. Svo lætur bankafólkið eins og þetta sé auðvitað allt okkur að kenna! Við séum að leyfa okkur of mikið, þenjum hagkerfið um of og verðum að taka afleiðingunum af því. Og hvernig er okkur þá refsað? Seðlabankinn hækkar snarlega stýrivexti til að reyna ná tökum á verðbólgunni. Áhrifin eru sem reiðarslag á lántakendur sem þegar eru að berjast í bökkum. Stýrivextir lækka svo ekki fyrr en að bankarnir eru farnir að skila meiri hagnaði aftur. Hin raunverulega ástæða þenslu hagkerfisins er m.a. vegna langvarandi skorts á húsnæði sem drífur upp húsnæðisverð og þar með verðbólguna, enda er húsnæðisliður vísitölu neysluverðs einn stærsti hluti mældrar verðbólgu. Ég hvet ykkur til að skoða húsnæðis- og námslána greiðsluseðlana ykkar og skoða hvað raunafborgun ykkar er há, og svo vextina og verðbæturnar sem hlaðið er ofan á. Flokkur fólksins ætlar sér að breyta þessu og draga húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Ef Flokkur fólksins nær sterku umboði kjósenda, ætlum við að koma á húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Það er ekki innantómt loforð, við munum standa við það sem við segjum. Við það mun strax myndast stöðugleiki í húsnæðislánakerfinu, eitthvað sem allir landsmenn munu finna fyrir, ekki hvað síst þau sem eru verst stödd. Unga fólkið okkar mun ekki lengur þurfa að flýja land og kerfið mun standa vörð um fólkið í landinu. Það hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt að mæta á kjörstað, nýta rétt sinn og kjósa! Höfundur skipar 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Elín Íris Fanndal Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er alkunna hér að ungu fólki er refsað grimmilega af bankastofnunum, taki það ákvörðun að mennta sig á háskólastigi. Hérlendis er því reyndar haldið fram af mörgum að öll verðtrygging sé af hinu góða og kannski einnig bráðnauðsynleg. Samfélagið gengi ekki upp annars, það sé verðtryggingin sem tryggir öryggi þitt sjáðu til. Þvílíkt bull! Tökum dæmi um hjúkrunarfræðinema sem tók í góðri trú verðtryggt námslán árið 2007. Lánsupphæð var í upphafi tvær milljónir. Konan er ung og bjartsýn á lífið og tilveruna, enda verður nú lítið mál að borga inn á og klára þetta sem fyrst. En raunin verður önnur, við bætist verðtryggt húsnæðislán og neytendalán sem hvort tveggja auka greiðslubyrði viðkomandi margfalt. Í dag borgar þessi hjúkrunarfræðingur ennþá af þessu verðtryggða námsláni og þegar lánstímabili lýkur mun hún hafa borgað um það bil tífalda upprunalega upphæð til bankans, eða í kringum tuttugu milljónir! Tvær milljónir verða sem sagt að tuttugu milljónum áður en yfir lýkur! Þannig virka öll verðtryggð lán á Íslandi, öfugt við nágrannalönd okkar þar sem verðtryggð lán til neytenda eru ekki til. Í Danmörku tekur þú óverðtryggt lán á hagkvæmum lánskjörum, byrjar að borga af því og sérð fljótlega að höfuðstóllinn lækkar. Þú sérð árangur og þér líður vel. Það er m.a. ein af ástæðum þess að ungt fólk flýr í umvörpum þangað. Verðtrygging lána til neytenda hérlendis snýst ekki um að standa vörð um lántaka á víðsjárverðum tímum hárrar verðbólgu, þó að því sé statt og stöðugt haldið fram af þeim, sem njóta hagsmuna af því að halda henni óbreyttri. Nei, hér snýst hún einvörðungu um að treysta undirstöður stóru bankanna, auðvaldsins, á okkar kostnað. Bankarnir hafa dregið úr allri þjónustu. Þeir hafa markvisst fækkað starfsfólki, markvisst lokað útibúum á landsbyggðinni og í staðinn reist sér höfuðstöðvar og glerhallir í höfuðborginni. Verðtryggingin er eins og hringrás sem við erum dæmd til að taka þátt í á meðan núverandi stjórnarfar ríkir. Þið sem eruð með þessi verðtryggðu lán, þið hafið ekkert val. Þegar milljarða hagnaði bankanna er ógnað, þá blæs Seðlabankinn til sóknar á heimili þessa lands og námsmenn. Svo lætur bankafólkið eins og þetta sé auðvitað allt okkur að kenna! Við séum að leyfa okkur of mikið, þenjum hagkerfið um of og verðum að taka afleiðingunum af því. Og hvernig er okkur þá refsað? Seðlabankinn hækkar snarlega stýrivexti til að reyna ná tökum á verðbólgunni. Áhrifin eru sem reiðarslag á lántakendur sem þegar eru að berjast í bökkum. Stýrivextir lækka svo ekki fyrr en að bankarnir eru farnir að skila meiri hagnaði aftur. Hin raunverulega ástæða þenslu hagkerfisins er m.a. vegna langvarandi skorts á húsnæði sem drífur upp húsnæðisverð og þar með verðbólguna, enda er húsnæðisliður vísitölu neysluverðs einn stærsti hluti mældrar verðbólgu. Ég hvet ykkur til að skoða húsnæðis- og námslána greiðsluseðlana ykkar og skoða hvað raunafborgun ykkar er há, og svo vextina og verðbæturnar sem hlaðið er ofan á. Flokkur fólksins ætlar sér að breyta þessu og draga húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Ef Flokkur fólksins nær sterku umboði kjósenda, ætlum við að koma á húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Það er ekki innantómt loforð, við munum standa við það sem við segjum. Við það mun strax myndast stöðugleiki í húsnæðislánakerfinu, eitthvað sem allir landsmenn munu finna fyrir, ekki hvað síst þau sem eru verst stödd. Unga fólkið okkar mun ekki lengur þurfa að flýja land og kerfið mun standa vörð um fólkið í landinu. Það hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt að mæta á kjörstað, nýta rétt sinn og kjósa! Höfundur skipar 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun