Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2024 10:08 Bergþór Ólason skýtur á Bjarna og Sigurð Inga sem hafa vakið athygli fyrir graskersútskurð annars vegar og eldræðu lesna af spjaldtölvu í beinni útsendingu. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins hæðist að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, í pistli í Morgunblaðinu í dag. Bjarni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hann klæðist lopapeysu, sker út grasker þar sem stóð „Vinstri stjórn“, það hræðilegasta sem gæti komið fyrir íslensku þjóðina að hans sögn. Bjarni birti þessa mynd á Facebook í síðustu viku.BJarni Ben „Því er ég sammála – en gallinn er hins vegar sá að formaður Sjálfstæðisflokksins bauð íslensku þjóðinni sjálfur upp á vinstristjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórnartaumunum í þeirri sömu vinstristjórn undir lokin. Afrakstur þessara sjö ára af vinstristjórn í boði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað öllum kunnur – orkuskortur, óstjórn í útlendingamálum, útþanið ríkisbákn og óráðsía í ríkisfjármálum sem skilar í dag háum vöxtum og langvinnri verðbólgu. En svo til að taka af allan vafa um fótfestuleysið skelltu þeir loftmenni á þak Valhallar sem dansar um eins og lauf í vindi – svolítið eins og þingflokkurinn á köflum síðustu ár.“ Þá líkir Bergþór Sigurði Inga við strút sem stingi höfðinu í sandinn þegar hætta steðjar að. „Hann ákvað á dögunum að gagnrýna eigið ráðaleysi við stjórn landsins hvað varðar aðlögun þeirra sem hingað flytjast frá öðrum löndum. Hann var reyndar ekki búinn að læra nýju frasana frá auglýsingastofunni utan að og las þá því upp af snjallsímanum sínum í beinni. Formaðurinn sagði að ef útlendingavandi væri yfir höfuð til staðar, þá fælist hann í því að okkur hefði meðal annars ekki tekist að kenna þeim sem hingað koma íslensku. Þarna gleymdi hann, eða auglýsingastofan, eflaust að Framsóknarflokkurinn hefur haldið á menntamálum í meginatriðum á líftíma vinstristjórnarinnar síðustu sjö ár.“ Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Bjarni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum þar sem hann klæðist lopapeysu, sker út grasker þar sem stóð „Vinstri stjórn“, það hræðilegasta sem gæti komið fyrir íslensku þjóðina að hans sögn. Bjarni birti þessa mynd á Facebook í síðustu viku.BJarni Ben „Því er ég sammála – en gallinn er hins vegar sá að formaður Sjálfstæðisflokksins bauð íslensku þjóðinni sjálfur upp á vinstristjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórnartaumunum í þeirri sömu vinstristjórn undir lokin. Afrakstur þessara sjö ára af vinstristjórn í boði Sjálfstæðisflokksins er auðvitað öllum kunnur – orkuskortur, óstjórn í útlendingamálum, útþanið ríkisbákn og óráðsía í ríkisfjármálum sem skilar í dag háum vöxtum og langvinnri verðbólgu. En svo til að taka af allan vafa um fótfestuleysið skelltu þeir loftmenni á þak Valhallar sem dansar um eins og lauf í vindi – svolítið eins og þingflokkurinn á köflum síðustu ár.“ Þá líkir Bergþór Sigurði Inga við strút sem stingi höfðinu í sandinn þegar hætta steðjar að. „Hann ákvað á dögunum að gagnrýna eigið ráðaleysi við stjórn landsins hvað varðar aðlögun þeirra sem hingað flytjast frá öðrum löndum. Hann var reyndar ekki búinn að læra nýju frasana frá auglýsingastofunni utan að og las þá því upp af snjallsímanum sínum í beinni. Formaðurinn sagði að ef útlendingavandi væri yfir höfuð til staðar, þá fælist hann í því að okkur hefði meðal annars ekki tekist að kenna þeim sem hingað koma íslensku. Þarna gleymdi hann, eða auglýsingastofan, eflaust að Framsóknarflokkurinn hefur haldið á menntamálum í meginatriðum á líftíma vinstristjórnarinnar síðustu sjö ár.“
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira