Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Borgar menningin sig? Á ríkið að styrkja menningu? Býr menningin til meiri pening en hún kostar? Á að hækka listamannalaun? Á endurgreiða nýsköpunarþróun fyrirtækja? Á menningin að vera í sérstöku ráðuneyti? Eiga menningarmál að vera kosningamál? Svarið við þessu öllu er já. „Maður er manns gaman“ segir í Hávamálum. Máltækið lýsir menningu þar sem mannleg samskipti eru talin vera ein helsta forsenda hamingjunnar. Menning og sköpun eru í eðli sínu óþrjótandi auðlind sem eingöngu takmarkast af hugmyndum mannskepnunnar. Menningin og listsköpunin eru eins og vatnslind sem aldrei þornar upp. Þetta er hugmyndaheimur sem er ótakmarkaður og setur vaxtarmöguleika hennar í mjög sérstakt ljós. Það er hagkvæmt að styrkja menningu Menningin er sameiginleg okkur öllum og við öll leggjum til hennar. Þótt menning sé í eðli sínu sjálfsprottin er hlutverk stjórnvalda í menningu og umgjörð hennar mikilvægt. Slíkt er ekki síst hægt að rekja til þess að menningarstarfsemi býr við svokallaðan markaðsbrest sem lýsir sér þannig að án aðkomu stjórnvalda verður einfaldlega til minna af menningarstarfsemi og sköpun. Þetta getur komið ýmsum spánskt fyrir sjónir en er engu að síður niðurstaða hagfræðinnar. Án stuðnings stjórnvalda mun hinn frjálsi markaður stuðla að fábreyttari menningu en ella. Markaðsbrestir réttlæta því stuðning stjórnvalda. Þess vegna hafa stjórnvöld mikilvægu hlutverki að gegna í menningarstarfsemi. Það er því bæði skynsamlegt og hagkvæmt að styðja við hana. Sé stuðst við hugmyndaheim hagfræðinnar þá einfaldlega „borgar það sig“ að verja opinberum stuðningi til menningarstarfsemi. En auðvitað hefur menningin gildi í sjálfu sér, virði sem verður seint ofmetið. Menningin auðgar ekki einungis andann heldur einnig hagkerfið. Ný rannsókn Nýverið kynnti ég rannsókn um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi. Lítum á helstu niðurstöður: Beint framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslu er litlu minna en framlag fiskveiða og fiskeldis. Ísland er ekki einungis sjávarútvegsþjóð í hagrænu tilliti heldur einnig menningarþjóð. Opinber stuðningur ríkisins við menningu og skapandi greinar er um 42 milljarða kr. sem er svipað hátt og skatttekjurnar sem greinin skapar á móti. Opinber fjárfesting einnar krónu í menningu og skapandi greinum verður að þremur krónum í hagkerfinu. Þriðjungur af stuðningi ríkisins í menningu og skapandi greinum er vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. Um þrisvar sinnum fleiri starfa í menningu og skapandi greinum heldur en á fjölmennasta vinnustað landsins, Landspítala. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar kemur að fjölda vinnuafls í menningarstarfsemi. Virðisauki menningar og skapandi greina jókst um 70% á síðastliðnum 10 árum. Ísland er í 1. sæti Evrópuríkja þegar litið er til hlutfalls af heildarútgjöldum hins opinbera sem renna til menningar og skapandi greina. Hvað þurfum við að gera til að geta gert betur? Skilgreina þarf menningu og skapandi greinar á Íslandi sem hluta af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar rétt eins og sjávarútveg, orkuframleiðslu og ferðaþjónustu. Við lifum ekki bara á f-unum þremur: fiski, fallvötnum og ferðamönnum. Við lifum líka á menningu og sköpun. Líta ber á menningu og skapandi greinar sem efnahagslega og félagslega fjárfestingu fyrir framtíðina, en ekki sem kostnað líðandi stundar. Efla þarf samkeppnishæfni íslenskrar menningar og skapandi greina með vel skilgreindum vaxtarmöguleikum. Greina þarf nýja vaxtarmöguleika, til dæmis í hönnun, myndlist, handritagerð, dansi, eftirvinnslu hvers konar og varðveislu menningararfs. Stórauka þarf stuðning við frumsköpun á sviði menningar. Svo margt í menningunni byggir á góðri sögu, góðu handriti. Taka þarf tillit til sérstöðu starfanna á þessu sviði þegar kemur að almannatryggingarkerfinu og öðrum opinberum stuðningskerfum, til dæmis gagnvart eldri listamönnum, grasrótinni og einyrkjum. Þetta og margt fleira ætlum við að ræða á opnum fundi Rannsóknarseturs skapandi greina með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem verður haldinn í Grósku kl. 8:30 næsta miðvikudag. Höfundur er hagfræðingur og lögfræðingur.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun