Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2024 07:01 Þórir Hergeirsson kallar skipanir á HM 2017 - mótinu þar sem hann varð fyrir mestum vonbrigðum með sína leikmenn. Getty/Oliver Hardt Það styttist í að Þórir Hergeirsson láti af störfum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Árangurinn hefur verið stórkostlegur en einu sinni varð Þórir fyrir miklum vonbrigðum með sína leikmenn. Þórir hættir með Noreg eftir Evrópumótið sem hefst í lok þessa mánaðar. Á fimmtán árum sem aðalþjálfari Noregs hefur liðið sextán sinnum unnið til verðlauna á stórmóti, nú síðast Ólympíumeistaratitil í París í sumar. Þórir segir sínar konur hins vegar einu sinni hafa „fallið á prófinu“, og á þá ekki við hvað árangur varðar heldur með hegðun sinni gagnvart mótherjunum. Það var á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2017. Þær norsku mættu sigurstranglegar á mótið og komust með sannfærandi hætti í úrslitaleikinn, en töpuðu þar í spennuleik gegn Frökkum, 23-21. Vonbrigðin voru mikil og tárin runnu hjá leikmönnum norska liðsins, en Þórir segir að þarna hafi þeir farið gegn gildum norska handknattleikssambandsins. „Þarna fannst mér við falla á prófinu,“ sagði Þórir við NRK í gær. Tárin streymdu hjá leikmönnum norska liðsins eftir tapið í úrslitaleik HM 2017. En Þórir segir ekki boðlegt að leikmenn sýni mótherjum sínum ekki virðingu í verðlaunaafhendingu.Getty/Axel Heimken „Frakkland vann því liðið var betra en við, og við áttum skilið að tapa. Eftir leikinn voru auðvitað vonbrigði og miklar tilfinningar. Ef maður skoðar myndir frá verðlaunaafhendingunni þá var framkoma okkar ekki samkvæmt gildum okkar. Þetta átti ekki við um þær allar en margar. Við heiðruðum ekki liðið sem vann og bárum ekki virðingu fyrir því að þær voru betri en við,“ sagði Þórir. Hann var ekki einn um að verða fyrir vonbrigðum með framkomu norska liðsins því franska stjarnan Alexandra Lacrabere kvartaði til að mynda undan skorti á virðingu frá norsku leikmönnunum, og sagði það væri „dásamlegt að sjá Noru Mörk gráta“. Franska liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum innilega 2017, eftir sigurinn gegn Noregi.Getty/Axel Heimken Þórir sá til þess að leikmenn lærðu sína lexíu og færu eftir sínum gildum, sem meðal annars segja að leikmenn eigi að sýna heiðarleika og virðingu gagnvart andstæðingum sínum. „Við unnum með þetta eftir á. Við tókum á þessu og notuðum myndir til að sýna dæmi. Það er í lagi að vera leiður, og það er í lagi að vera vonsvikinn. Það er meira að segja í lagi að verða pirraður. En þegar maður fer og tekur við verðlaununum þá sýnir maður sigurvegaranum virðingu. Og maður getur sett upp smá bros, jafnvel þó að það sé ekki alvöru bros,“ sagði Þórir. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við og staðið við gildin eftir þetta. „Þegar allt gengur vel þá er auðvelt að standa við gildin. En þegar það gengur ekki eins vel þá reynir á fólk. Við erum bara mannleg. Stundum bregðumst við rétt við og stundum rangt við. Árið 2017 gerðum við mistök en mér fannst við komast fljótt á réttan kjöl.“ Handbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Sjá meira
Þórir hættir með Noreg eftir Evrópumótið sem hefst í lok þessa mánaðar. Á fimmtán árum sem aðalþjálfari Noregs hefur liðið sextán sinnum unnið til verðlauna á stórmóti, nú síðast Ólympíumeistaratitil í París í sumar. Þórir segir sínar konur hins vegar einu sinni hafa „fallið á prófinu“, og á þá ekki við hvað árangur varðar heldur með hegðun sinni gagnvart mótherjunum. Það var á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 2017. Þær norsku mættu sigurstranglegar á mótið og komust með sannfærandi hætti í úrslitaleikinn, en töpuðu þar í spennuleik gegn Frökkum, 23-21. Vonbrigðin voru mikil og tárin runnu hjá leikmönnum norska liðsins, en Þórir segir að þarna hafi þeir farið gegn gildum norska handknattleikssambandsins. „Þarna fannst mér við falla á prófinu,“ sagði Þórir við NRK í gær. Tárin streymdu hjá leikmönnum norska liðsins eftir tapið í úrslitaleik HM 2017. En Þórir segir ekki boðlegt að leikmenn sýni mótherjum sínum ekki virðingu í verðlaunaafhendingu.Getty/Axel Heimken „Frakkland vann því liðið var betra en við, og við áttum skilið að tapa. Eftir leikinn voru auðvitað vonbrigði og miklar tilfinningar. Ef maður skoðar myndir frá verðlaunaafhendingunni þá var framkoma okkar ekki samkvæmt gildum okkar. Þetta átti ekki við um þær allar en margar. Við heiðruðum ekki liðið sem vann og bárum ekki virðingu fyrir því að þær voru betri en við,“ sagði Þórir. Hann var ekki einn um að verða fyrir vonbrigðum með framkomu norska liðsins því franska stjarnan Alexandra Lacrabere kvartaði til að mynda undan skorti á virðingu frá norsku leikmönnunum, og sagði það væri „dásamlegt að sjá Noru Mörk gráta“. Franska liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum innilega 2017, eftir sigurinn gegn Noregi.Getty/Axel Heimken Þórir sá til þess að leikmenn lærðu sína lexíu og færu eftir sínum gildum, sem meðal annars segja að leikmenn eigi að sýna heiðarleika og virðingu gagnvart andstæðingum sínum. „Við unnum með þetta eftir á. Við tókum á þessu og notuðum myndir til að sýna dæmi. Það er í lagi að vera leiður, og það er í lagi að vera vonsvikinn. Það er meira að segja í lagi að verða pirraður. En þegar maður fer og tekur við verðlaununum þá sýnir maður sigurvegaranum virðingu. Og maður getur sett upp smá bros, jafnvel þó að það sé ekki alvöru bros,“ sagði Þórir. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við og staðið við gildin eftir þetta. „Þegar allt gengur vel þá er auðvelt að standa við gildin. En þegar það gengur ekki eins vel þá reynir á fólk. Við erum bara mannleg. Stundum bregðumst við rétt við og stundum rangt við. Árið 2017 gerðum við mistök en mér fannst við komast fljótt á réttan kjöl.“
Handbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Sjá meira