Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Jonathan Pasqual kemur hér í mark á heimsmeistaramótinu í járnmanni á Hawaiieyjum á dögunum. Getty/Sean M. Haffey Eitt er að klára járnkarl sem er ein erfiðasta þrekraunin í íþróttaheiminum en hvað þá að gera það þegar þú ert á sama tíma að berjast við krabbamein á seinni stigum. Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a> Þríþraut Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a>
Þríþraut Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira