Við förum yfir málið og heyrum í okkar konu fyrir vestan en Hólmfríður Gísladóttir er stödd þar vestra til að fylgjast með framvindunni.
Einnig fjöllum við um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem tekin er til umræðu í hádeginu í Ráðhúsinu en nú á tólfta tímanum kynnir Einar Þorsteinsson borgarstjóri helstu tíðindin í henni.
Við förum einnig niður í Ráðhús þar sem boðað hefur verið til mótmæla vegna yfirstandandi kennaraverkfalla.
Í íþróttunum verður körfuboltinn fyrirferðarmikill en einnig verður hitað upp fyrir landsleikina í handboltanum sem eru framundan í vikunni.