Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 21:32 Gakktu hægt um gleðinnar dyr, batnandi manni er best að lifa, allt er best þegar þrennt er, en hvað með sorgina? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Lögreglan fylgir verkferlum, hjúkrunarfræðingar og öll heilbrigðisstéttin gera það líka, en hvaða verkferlum á fjölskylda að fylgja? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Glæðing vonar? Fjölskylda fær ekki leiðbeiningar, heyra fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Glæðing vonleysis. Fjölskylda hefur samband við Rauða krossinn, biðja um áfallahjálp, en hvað með þær fjölskyldur sem vita ekki hvert á að leita? Eins og bæn en enginn er að hlusta, búðarferð en búðin er tóm, hringja í 1717 en enginn svarar í símann. Sem hjúkrunarfræðingur ert þú málsvari skjólstæðinga þinna, eru fjölmiðlar málsvari almennings? Er ég sem hjúkrunarfræðinemi málsvari minnar fjölskyldu? Eru þau skjólstæðingar mínir? Hver er málsvari ömmu og afa, mömmu og pabba, systkina og frændfólks. Hvert á að leita. Glæðing vonar eða glæðing vonleysis. Erum við í alvörunni öll hedónistar? Ég átti samtal við frábæran lækni. Hann sagði að öll þau fallegustu listaverk verða til þegar hægt er að nota sorgina. Kannski er ég að gera það núna. Reiði, sorg, gleði, hlátur, vonleysi. Er þetta mitt verkferli? Ég veit um eina manneskju sem var glæðing vonar. Allir hafa sín bjargráð, en hvernig á að hjálpa fjölskyldu. Ég hlusta á fólkið mitt, eins og að hlusta á tónlist, er það nóg? Við fórum á leiksýningu árið 2006 eða 2007 í Þjóðleikhúsinu, Sitji guðs englar. Erum við þar? Þegar fjölskyldan umkringdi útvarpið eins og ástvin. Ég var 5 eða 6 ára, en ég gleymi þessari leiksýningu aldrei. Lykillinn að lausninni er fjölskyldan, sama hvernig hún er samsett. Ég veit ekki mikið, en ég veit nóg. Kannski er það allt í lagi. Era-t maður alls vesall, þátt hann sé illa heill: Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Höfundur er nemandi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Gakktu hægt um gleðinnar dyr, batnandi manni er best að lifa, allt er best þegar þrennt er, en hvað með sorgina? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Lögreglan fylgir verkferlum, hjúkrunarfræðingar og öll heilbrigðisstéttin gera það líka, en hvaða verkferlum á fjölskylda að fylgja? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Glæðing vonar? Fjölskylda fær ekki leiðbeiningar, heyra fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Glæðing vonleysis. Fjölskylda hefur samband við Rauða krossinn, biðja um áfallahjálp, en hvað með þær fjölskyldur sem vita ekki hvert á að leita? Eins og bæn en enginn er að hlusta, búðarferð en búðin er tóm, hringja í 1717 en enginn svarar í símann. Sem hjúkrunarfræðingur ert þú málsvari skjólstæðinga þinna, eru fjölmiðlar málsvari almennings? Er ég sem hjúkrunarfræðinemi málsvari minnar fjölskyldu? Eru þau skjólstæðingar mínir? Hver er málsvari ömmu og afa, mömmu og pabba, systkina og frændfólks. Hvert á að leita. Glæðing vonar eða glæðing vonleysis. Erum við í alvörunni öll hedónistar? Ég átti samtal við frábæran lækni. Hann sagði að öll þau fallegustu listaverk verða til þegar hægt er að nota sorgina. Kannski er ég að gera það núna. Reiði, sorg, gleði, hlátur, vonleysi. Er þetta mitt verkferli? Ég veit um eina manneskju sem var glæðing vonar. Allir hafa sín bjargráð, en hvernig á að hjálpa fjölskyldu. Ég hlusta á fólkið mitt, eins og að hlusta á tónlist, er það nóg? Við fórum á leiksýningu árið 2006 eða 2007 í Þjóðleikhúsinu, Sitji guðs englar. Erum við þar? Þegar fjölskyldan umkringdi útvarpið eins og ástvin. Ég var 5 eða 6 ára, en ég gleymi þessari leiksýningu aldrei. Lykillinn að lausninni er fjölskyldan, sama hvernig hún er samsett. Ég veit ekki mikið, en ég veit nóg. Kannski er það allt í lagi. Era-t maður alls vesall, þátt hann sé illa heill: Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Höfundur er nemandi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun