Cole Campbell eins og hann er kallaður lék með FH og Breiðablik hér á landi áður en hann færði sig yfir til Þýskalands þar sem hann gekk í raðir varaliðs Dortmund. Leikmaðurinn á að baki sjö leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands en spilar í dag fyrir Bandaríkin. Hann er fæddur og uppalinn þar, þá er faðir hans einnig bandarískur.
77' | Cole Campbell replaces Jamie.
— Borussia Dortmund (@BlackYellow) November 5, 2024
➡️ Campbell
⬅️ Gittens#BVBSTU 0-0
Hvað leik kvöldsins varðar þá var staðan markalaus þegar Cole Campbell kom inn af bekknum á 77. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka sem annar varamaður, Donyell Malen, tryggði Dortmund sigurinn með marki sem var mjög svo nálægt því að vera dæmt af vegna rangstöðu.
Reyndist það sigurmarkið og lokatölur því 1-0 Dortmund í vil. Þetta var þriðji sigur Dortmund í fjórum Meistaradeildarleikjum til þessa. Sturm Graz er á sama tíma án stiga.
Önnur úrslit
- Bologna 0-1 Monaco
- Celtic 3-1 RB Leipzig
- Lille 1-1 Juventus