Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Jón Þór Stefánsson skrifar 6. nóvember 2024 08:17 Donald Trump eftir sigurræðuna í Flórída. Getty „Það er mikill heiður að hafa verið kjörinn 47. og 45. forseti Bandaríkjanna,“ sagði Donald Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída, en þar lýsti hann yfir sigri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
„Þetta mun svo sannarlega verða gullöld Bandaríkjanna. Þetta er frábær sigur fyrir amerísku þjóðina og hann mun gera okkur kleift að gera Ameríku frábær á ný!“ sagði Trump. Trump steig á svið ásamt fjölda fólks. Þar á meðal var fjölskylda hans sem og nánir stuðningsmenn. Ræðan gekk að miklu leyti út á það að hann þakkaði þessu fólki fyrir og varpaði kastljósinu á það á meðan hann hrósaði því og sjálfum sér hástert. Hér má sjá hluta úr ræðu Trump. Hann byrjaði þó á því að þakka þeirri pólitísku hreyfingu sem hefur myndast í kringum hann, MAGA-hreyfingunni. Hann hélt því fram að um væri að ræða bestu pólitísku hreyfingu sögunnar. Besta endurkoma sögunnar Þá óskaði hann JD Vance til hamingju með að verða verðandi varforseti Bandaríkjanna. Vance tók til máls. Hann sagði að um væri að ræða mögnuðustu endurkomu í sögu stjórnmálanna og að fram undan væri besta endurkoma í efnahagssögu Bandaríkjanna. „Við erum með nýja stjörnu. Stjarna er fædd,“ sagði Trump um auðjöfurinn Elon Musk sem hefur stutt hann í kosningabaráttunni. Á meðal annarra sem Trump hrósaði sérstaklega voru golfarinn Bryson DeChambeau, Dana White, stjórnandi UFC, og Robert F. Kennedy, sem bauð sig fyrst fram sem Demókrati, svo óháður, en síðan gekk hann til liðs við Trump. „Við getum gert hluti sem enginn annar getur gert. Kína á ekki það sem við eigum. Enginn á það sem við eigum. Við erum líka með besta fólkið. Kannski er það mikilvægast af öllu,“ sagði Trump. „Við sameinuðum ólíkt fólk um sameiginlega sýn um skynsemi. Flokkurinn okkar snýst um skynsemi. Við viljum landamæri, öryggi, frábæra menntun, og sterkan her sem við þurfum helst ekki að nota.“ Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti og Dana White forseit UFCGetty Ætlar að gefa allt í starfið Trump lifði af skotárás í júlí, þegar árásarmaður hæfði hann í eyrað á meðan hann hélt ræðu á kosningafundi. „Fólk hefur sagt mér að það hafi verið ástæða fyrir því að Guð bjargaði lífi mínu. Það var til þess að bjarga landinu okkar, og endurreisa Ameríku. Nú munum við ganga að þessu verkefni saman. Það verður ekki auðvelt en ég mun færa alla mína orku, anda og þrautseigju sem er að finna í sál minni í þetta starf sem þið treystið mér fyrir. Þetta starf er engu líkt. Þetta er mikilvægasta starf í heimi,“ sagði Trump. „Guð blessi ykkur og megi Guð blessa Ameríku.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira