Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:16 Inga, Kristrún og Sigurður Ingi voru gestir Elínar Margrétar. Vísir/Anton Brink Þótt athyglin hafi að miklu leyti beinst að stjórnmálunum vestanhafs undanfarna daga er nóg framundan í pólitíkinni hér heima einnig. Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag mæta formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Framsóknar til leiks og ræða kosningarnar framundan. Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira