Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:16 Inga, Kristrún og Sigurður Ingi voru gestir Elínar Margrétar. Vísir/Anton Brink Þótt athyglin hafi að miklu leyti beinst að stjórnmálunum vestanhafs undanfarna daga er nóg framundan í pólitíkinni hér heima einnig. Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag mæta formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Framsóknar til leiks og ræða kosningarnar framundan. Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Á mánudaginn var mættu fulltrúar Pírata, VG og Sósíalista í pallborðið og í síðustu viku var sjónum beint til hægri með formönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Lýðræðisflokksins og Viðreisnar. Í dag er hins vegar komið að formönnum síðustu þriggja flokkanna sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Þetta eru Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins sem mæta í settið til Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns. Sigurður Ingi hefur gefið eftir oddvita sæti sitt í Suðurkjördæmi til nýliðans Höllu Hrundar Logadóttur. Sjálfur hefur hann verið fjármálaráðherra síðan Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin í vor en var þar áður innviðaráðherra. Kristrún hefur gagnrýnt stefnu ríkistjórnarinnar í báðum málaflokkum töluvert, en fylgi Samfylkingarinnar hefur verið að dragast örlítið saman í skoðanakönnunum að undanförnu þótt flokkurinn mælist enn með mest fylgi. Inga Sæland teflir fram nýjum oddvitum í tveimur kjördæmum fyrir Flokk fólksins, meðal annars úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, á meðan sitjandi þingmaður flokksins hefur söðlað um og býður fram fyrir Miðflokkinn. Á sama tíma sækir flokkurinn aukinn liðsstyrk í fyrrverandi þingmanni VG sem nú skipar sæti ofarlega á lista flokksins. Það verður af nógu að taka og von á líflegum umræðum. Kosningapallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14:00. Spilari verður aðgengilegur hér að ofan.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira