„Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:01 Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að fyrirhugaðar tollahækkanir Trumps muni hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið. Vísir/Vilhelm Ætli Trump að efna margítrekað kosningaloforð sitt um að hækka innflutningstolla verulega mun það hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og ýta undir verðbólgu að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Tollahækkanirnar muni hafa sérstaklega neikvæð áhrif á Ísland Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira