Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir repúblikana hafa unnið stórsigur. vísir/samsett Donald Trump verður á næstu árum áhrifameiri en nokkru sinni fyrr, segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Nú taki við einstaklingur sem er búinn að læra á kerfin, með þingið í vasanum og dómara hliðholla sér við hæstarétt. Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira