Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 15:24 Líkamsárásin átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða litáísks karlmanns í skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í fyrra. Manninum er gefið að sök að hafa á skemmtistaðnum slegið karlmanninn fyrirvaralaust eitt högg á vinstri hluta hálsins aftan við eyrað þannig að hann fékk slink á höfuðið. Afleiðingarnar voru þær að maðurinn lést af völdum altæks heiladreps vegna innanskúmsblæðingar af völdum rofs á vinstri aftari neðri hnykilsslagæðinni, segir í ákæru. Karlmaðurinn var meðvitundarlaus þegar lögregla kom á vettvang og árásarmaðurinn farinn af vettvangi. Hann var handtekinn í nágrenninu. Skemmtistaðurinn sem um ræðir hét LÚX, en honum hefur verið lokað og annar skemmtistaður opnað á sama stað. Sjónarvottar að árásinni sögðu að maðurinn sem lést hefði einungis hlotið eitt hnefahögg. Hinn látni var frá Litáen og hafði búið hér á landi um nokkurra mánaða skeið. Kærasta hans hefði flutt til landsins tveimur vikum fyrir andlátið. Gerð er krafa um að ákærði greiði aðstandanda mannsins tæplega 900 þúsund krónur auk miskabóta upp á þrjár milljónir króna. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa á skemmtistaðnum slegið karlmanninn fyrirvaralaust eitt högg á vinstri hluta hálsins aftan við eyrað þannig að hann fékk slink á höfuðið. Afleiðingarnar voru þær að maðurinn lést af völdum altæks heiladreps vegna innanskúmsblæðingar af völdum rofs á vinstri aftari neðri hnykilsslagæðinni, segir í ákæru. Karlmaðurinn var meðvitundarlaus þegar lögregla kom á vettvang og árásarmaðurinn farinn af vettvangi. Hann var handtekinn í nágrenninu. Skemmtistaðurinn sem um ræðir hét LÚX, en honum hefur verið lokað og annar skemmtistaður opnað á sama stað. Sjónarvottar að árásinni sögðu að maðurinn sem lést hefði einungis hlotið eitt hnefahögg. Hinn látni var frá Litáen og hafði búið hér á landi um nokkurra mánaða skeið. Kærasta hans hefði flutt til landsins tveimur vikum fyrir andlátið. Gerð er krafa um að ákærði greiði aðstandanda mannsins tæplega 900 þúsund krónur auk miskabóta upp á þrjár milljónir króna.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira