„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2024 20:30 Donald Trump verður 47. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. „Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52