Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra mun opna viðburðinn sem hefst í Norræna húsinu klukkan 16:30. Norræna húsið Norræna ráðherranefndin stendur fyrir viðburði í Norræna húsinu milli klukkan 16:30 og 18 í dag þar sem grænu umskiptin verða til umfjöllunar. Yfirskriftin er „Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi?“ en hæg verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Í tilkynningu segir að grænu umskiptin séu á allra vörum og fá sem efast um mikilvægi þeirra í heimi sem einkennist af síversnandi afleiðingum loftslagsbreytinga. „En þó virðist lítið talað um hvernig samfélög okkar og daglegt líf geti í raun og veru litið út þegar grænu umskiptin hafa verið innleidd og ráðist hefur verið í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til at samfélög rúmist innan þolmarka jarðarinnar. Þess í stað hverfist umræðan að miklu leiti um þær fórnir sem við þurfum að færa á vegferðinni í átt að loftslags- og umhverfisvænna lífi; t.d. fækka flugferðum, minnka kjötneyslu og jafnvel flytja í minni húsnæði. Mikil áhersla er einnig lögð á það hvort og hvernig tæknilausnir geti komið í veg fyrir þörfina á slíkum lífsstílsbreytingum og persónulegum fórnum – þó að ljóst sé að tæknilausnir einar og sér munu ekki skila nægum árangri í loftslagsmálum. Norræna ráðherranefndin heldur í ár röð viðburða, ásamt ýmsum samstarfsaðilum, víðsvegar um Norðurlönd þar sem áhersla er lögð á framtíðarsýn fyrir loftslagsvæn samfélög. Á viðburðunum eru ungir aðgerðarsinnar, sérfræðingar og valdhafar leidd saman og leitast er við að svara spurningum á borð við: „Hvernig lítur gott og umhverfisvænt líf út í framtíðinni – og hvernig komust við þangað?“. Slík samtöl hafa átt sér stað á Folkemødet í Danmörku, Arendalsuka í Noregi, Almedalsveckan í Svíþjóð, ReGeneration Week á Álandseyjum – og nú í aðdraganda COP29 er komið að Íslandi. Öllum þingflokkum hefur verið boðið að senda fulltrúa sinn á viðburðinn,“ segir í tilkynningu. Eftirfarandi flokkar hafa þegar tilkynnt um þátttöku. Píratar - Andrés Ingi Jónsson. Vinstri Græn - Finnur Ricart Andrason. Samfylkingin - Jóna Þórey Pétursdóttir. Framsókn - Halla Hrund Logadóttir Sósíalistar - Karl Héðinn Kristjánsson. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan, en fundurinn stendur milli 16:30 og 18:00. Dagskrá: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra opnar viðburðinn. Kynning á skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar „Nordic Visions of Climate Neutrality“ – Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis og auðindafræði við HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, prófessor við verkfræðideild HR, og Hlynur Stefánsson, prófessor við verkfræðideild HR. Pallborðsumræður: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi við félagfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild HÍ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir Loftslagsmál Norðurlandaráð Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Í tilkynningu segir að grænu umskiptin séu á allra vörum og fá sem efast um mikilvægi þeirra í heimi sem einkennist af síversnandi afleiðingum loftslagsbreytinga. „En þó virðist lítið talað um hvernig samfélög okkar og daglegt líf geti í raun og veru litið út þegar grænu umskiptin hafa verið innleidd og ráðist hefur verið í þær breytingar sem nauðsynlegar eru til at samfélög rúmist innan þolmarka jarðarinnar. Þess í stað hverfist umræðan að miklu leiti um þær fórnir sem við þurfum að færa á vegferðinni í átt að loftslags- og umhverfisvænna lífi; t.d. fækka flugferðum, minnka kjötneyslu og jafnvel flytja í minni húsnæði. Mikil áhersla er einnig lögð á það hvort og hvernig tæknilausnir geti komið í veg fyrir þörfina á slíkum lífsstílsbreytingum og persónulegum fórnum – þó að ljóst sé að tæknilausnir einar og sér munu ekki skila nægum árangri í loftslagsmálum. Norræna ráðherranefndin heldur í ár röð viðburða, ásamt ýmsum samstarfsaðilum, víðsvegar um Norðurlönd þar sem áhersla er lögð á framtíðarsýn fyrir loftslagsvæn samfélög. Á viðburðunum eru ungir aðgerðarsinnar, sérfræðingar og valdhafar leidd saman og leitast er við að svara spurningum á borð við: „Hvernig lítur gott og umhverfisvænt líf út í framtíðinni – og hvernig komust við þangað?“. Slík samtöl hafa átt sér stað á Folkemødet í Danmörku, Arendalsuka í Noregi, Almedalsveckan í Svíþjóð, ReGeneration Week á Álandseyjum – og nú í aðdraganda COP29 er komið að Íslandi. Öllum þingflokkum hefur verið boðið að senda fulltrúa sinn á viðburðinn,“ segir í tilkynningu. Eftirfarandi flokkar hafa þegar tilkynnt um þátttöku. Píratar - Andrés Ingi Jónsson. Vinstri Græn - Finnur Ricart Andrason. Samfylkingin - Jóna Þórey Pétursdóttir. Framsókn - Halla Hrund Logadóttir Sósíalistar - Karl Héðinn Kristjánsson. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan, en fundurinn stendur milli 16:30 og 18:00. Dagskrá: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra opnar viðburðinn. Kynning á skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar „Nordic Visions of Climate Neutrality“ – Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis og auðindafræði við HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, prófessor við verkfræðideild HR, og Hlynur Stefánsson, prófessor við verkfræðideild HR. Pallborðsumræður: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Sóllilja Bjarnadóttir, doktorsnemi við félagfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild HÍ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá BSRB Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir
Loftslagsmál Norðurlandaráð Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira