Allir þrír hæstu vinningsflokkarnir gengu út þessa vikuna en bæði 1. og 2. vinningur fóru til Noregs. Sá sem hlaut 1. vinning fær rétt tæplega 3,7 milljarða en 2. vinningur hljóðaði upp á 1,560 milljónir.
Hinn al-íslenski 3. vinningur skiptist í þrennt og fær hver um sig rúmlega 1,3 milljónir. Miðarnir voru allir í áskrift að því er fram kemur á vef Lottó.
Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í gær, áður en dregið var í Víkingalottóinu, mjög óvenjulegt að fyrsti vinningur hefði ekki gengið út frá því 15. maí.
„Norðmennirnir hafa greinilega ekki verið jafn heppnir og venjulega,“ sagði Pétur Hrafn. Svo fór hins vegar að tveir Norðmenn urðu milljörðum ríkari.