Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar 7. nóvember 2024 14:32 Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. Síðustu mánuði höfum við foreldrar barna í leikskólanum Sólborg, sem er staðsettur í bakgarði Bálstofunnar, sent inn tugi kvartana til Heilbrigðiseftirlitsins með ljósmyndum og myndböndum sem undirstrika kjarna málsins. Bálstofan er úr sér gengin og hefur fengið að stunda mengunarvaldandi starfsemi sína óáreitt án þess að standast kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um viðeigandi mengunarvarnir, svo árum skiptir. Hver voru svo svör ábyrgðarmanns starfseminnar? Jú, hann byrjaði á að leggja áherslu á að þetta væri elsta bálstofa Norðurlandanna (“sem hefur vakið athygli annars staðar fyrir það“) eins og hann væri jafnvel stoltur og liti á þetta hús frá 1948 sem einhvers konar minjastofnun en ekki hús sem hýsir mengunarvaldandi starfsemi sökum úr sér genginna ofna. Sú staðreynd að Bálstofan er elst allra á Norðurlöndunum er okkur Íslendingum til háborinnar skammar og varpar ljósi á það að við erum eina ríkið sem er ekki að framfylgja alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum sem öll hin ríkin hafa haft vit á að innleiða. Svo líkti Ingvar þessu ástandi við það að eiga gamlan fornbíl frá 1948 sem mengar meira heldur en nýr bíll. Enn og aftur virðist Ingvar vilja draga upp einhverja nostalgíska mynd af Bálstofunni til að draga athyglina frá kjarna málsins sem er sá að starfsemin er mengunarvaldandi. Hann virðist svo ekki átta sig á mótsögninni sem felst í þessum samanburði. Hann viðurkennir að gamli bíllinn þurfi að standast skoðun, en hví í ósköpunum ætti þá ekki það sama að gilda um Bálstofuna sem einmitt hefur ekki staðist kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um mengunarvarnir til fjölda ára? Því næst lýsti Ingvar því yfir að Bálstofan hefði eytt talsverðum fjármunum í endurbætur, eftir úttekt og álit danskra sérfræðinga, til þess að ofnarnir væru í lagi. Aftur á móti gleymdi hann algjörlega að segja frá þeirri staðreynd að ofnarnir eru ekki í lagi (þrátt fyrir endurbætur) og munu aldrei verða í lagi vegna þeirrar einföldu staðreyndar að það er ekki eðlisfræðilega mögulegt að koma upp viðeigandi mengunarvarnabúnaði á svo gömlu ofnum. Þetta bentu dönsku séfræðingarnir á mjög skýrt í sinni úttekt. Það sorglegasta í þessu öllu saman er að Bálstofan tilkynnti Heilbrigðiseftirlitinu strax í byrjun árs 2022 að þeir myndu aldrei geta uppfyllt kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um viðeigandi mengunarvarnabúnað sama hversu miklar “endurbætur“ færu fram á þessum úreltu ofnum. Að lokum segir Ingvar að í raun og veru sé eina lausnin að byggja nýja bálstofu og bendir á að það hafi verið hugmyndasamkeppni um nýja bálstofu árið 2005. Já, fyrir tæpum 20 árum! Hann benti svo á að það væru til teikningar af glæsilegri nýrri bálstofu, en kvartaði undan því að mögulega vantaði peninga og því væru enn þá nokkur ár í að lausn yrði framkvæmanleg. Erum við þá að tala um önnur 20 ár eða hvað!? Það sem Ingvari láðist að tjá er það að það eru aðrir aðilar sem eru tilbúnir að ganga í verkið strax í dag. Sjálfseignarstofnunin Tré Lífsins hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að þau geti hafist handa nú þegar við að byggja nýja bálstofu sem er fullkomlega mengunarlaus og stenst allar nýjustu reglugerðir um mengunarvarnir. Þetta verkefni hefur verið í bígerð í nokkur ár og lausnin virðist því blasa við. Núverandi bálstofa er ónýt og eina lausnin eins og Ingvar benti réttilega á er að byggja nýja. Ég spyr því: Ef það eru ekki til peningur hjá ríkinu til að fjármagna þessa lausn á vandamálinu, af hverju í ósköpunum axla þá stjórnmálamenn ekki ábyrgð og leyfa öðrum aðila, sem er tilbúinn með mengunarlausar lausnir, að hefjast handa strax í dag? Lokaorð Ingvars vöktu reiði hjá okkur foreldrum, en hann var spurður: -En hvað getið þið gert í dag til þess að valda sem minnstu raski hér í nærsamfélaginu? Því svaraði hann á þá leið að hann hefði jú vissulega áhyggjur af viðkvæmum einstaklingum í nágrenninu. En svo þegar hann var spurður beinni spurningar: -Kæmi til greina að starfsemin væri á nóttunni eða allavega ekki á skólatíma? Þá stóð ekki á svari: -Já, það kemur alveg til greina, en það myndi reyndar íþyngja rekstrinum töluvert og það er kannski erfitt að verða við því. Svar hans er eins og blaut tuska í andlit okkar foreldra barna í þessum skólum. Peningar fá forgang fram yfir heilsu barnanna okkar. Bálstofan í Fossvogi er úrelt og ónýt. Það er kominn tími til að horfast í augu við það. Heilbrigðiseftirlitið er búið að leyfa Bálstofunni að starfa undir skilyrðum sem uppfylla ekki kröfur um mengunarvarnir til fjölda ára. Lausnin er augljós og framkvæmanleg strax í dag. Hvar er tregðan? Liggur hún hjá Bálstofunni? Eða Heilbrigðiseftirlitinu? Eða er kannski kominn tími til þess að stjórnvöld axli ábyrgð í þessu máli og leysi það í eitt skipti fyrir öll? Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðiseftirlit Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. Síðustu mánuði höfum við foreldrar barna í leikskólanum Sólborg, sem er staðsettur í bakgarði Bálstofunnar, sent inn tugi kvartana til Heilbrigðiseftirlitsins með ljósmyndum og myndböndum sem undirstrika kjarna málsins. Bálstofan er úr sér gengin og hefur fengið að stunda mengunarvaldandi starfsemi sína óáreitt án þess að standast kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um viðeigandi mengunarvarnir, svo árum skiptir. Hver voru svo svör ábyrgðarmanns starfseminnar? Jú, hann byrjaði á að leggja áherslu á að þetta væri elsta bálstofa Norðurlandanna (“sem hefur vakið athygli annars staðar fyrir það“) eins og hann væri jafnvel stoltur og liti á þetta hús frá 1948 sem einhvers konar minjastofnun en ekki hús sem hýsir mengunarvaldandi starfsemi sökum úr sér genginna ofna. Sú staðreynd að Bálstofan er elst allra á Norðurlöndunum er okkur Íslendingum til háborinnar skammar og varpar ljósi á það að við erum eina ríkið sem er ekki að framfylgja alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum sem öll hin ríkin hafa haft vit á að innleiða. Svo líkti Ingvar þessu ástandi við það að eiga gamlan fornbíl frá 1948 sem mengar meira heldur en nýr bíll. Enn og aftur virðist Ingvar vilja draga upp einhverja nostalgíska mynd af Bálstofunni til að draga athyglina frá kjarna málsins sem er sá að starfsemin er mengunarvaldandi. Hann virðist svo ekki átta sig á mótsögninni sem felst í þessum samanburði. Hann viðurkennir að gamli bíllinn þurfi að standast skoðun, en hví í ósköpunum ætti þá ekki það sama að gilda um Bálstofuna sem einmitt hefur ekki staðist kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um mengunarvarnir til fjölda ára? Því næst lýsti Ingvar því yfir að Bálstofan hefði eytt talsverðum fjármunum í endurbætur, eftir úttekt og álit danskra sérfræðinga, til þess að ofnarnir væru í lagi. Aftur á móti gleymdi hann algjörlega að segja frá þeirri staðreynd að ofnarnir eru ekki í lagi (þrátt fyrir endurbætur) og munu aldrei verða í lagi vegna þeirrar einföldu staðreyndar að það er ekki eðlisfræðilega mögulegt að koma upp viðeigandi mengunarvarnabúnaði á svo gömlu ofnum. Þetta bentu dönsku séfræðingarnir á mjög skýrt í sinni úttekt. Það sorglegasta í þessu öllu saman er að Bálstofan tilkynnti Heilbrigðiseftirlitinu strax í byrjun árs 2022 að þeir myndu aldrei geta uppfyllt kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um viðeigandi mengunarvarnabúnað sama hversu miklar “endurbætur“ færu fram á þessum úreltu ofnum. Að lokum segir Ingvar að í raun og veru sé eina lausnin að byggja nýja bálstofu og bendir á að það hafi verið hugmyndasamkeppni um nýja bálstofu árið 2005. Já, fyrir tæpum 20 árum! Hann benti svo á að það væru til teikningar af glæsilegri nýrri bálstofu, en kvartaði undan því að mögulega vantaði peninga og því væru enn þá nokkur ár í að lausn yrði framkvæmanleg. Erum við þá að tala um önnur 20 ár eða hvað!? Það sem Ingvari láðist að tjá er það að það eru aðrir aðilar sem eru tilbúnir að ganga í verkið strax í dag. Sjálfseignarstofnunin Tré Lífsins hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að þau geti hafist handa nú þegar við að byggja nýja bálstofu sem er fullkomlega mengunarlaus og stenst allar nýjustu reglugerðir um mengunarvarnir. Þetta verkefni hefur verið í bígerð í nokkur ár og lausnin virðist því blasa við. Núverandi bálstofa er ónýt og eina lausnin eins og Ingvar benti réttilega á er að byggja nýja. Ég spyr því: Ef það eru ekki til peningur hjá ríkinu til að fjármagna þessa lausn á vandamálinu, af hverju í ósköpunum axla þá stjórnmálamenn ekki ábyrgð og leyfa öðrum aðila, sem er tilbúinn með mengunarlausar lausnir, að hefjast handa strax í dag? Lokaorð Ingvars vöktu reiði hjá okkur foreldrum, en hann var spurður: -En hvað getið þið gert í dag til þess að valda sem minnstu raski hér í nærsamfélaginu? Því svaraði hann á þá leið að hann hefði jú vissulega áhyggjur af viðkvæmum einstaklingum í nágrenninu. En svo þegar hann var spurður beinni spurningar: -Kæmi til greina að starfsemin væri á nóttunni eða allavega ekki á skólatíma? Þá stóð ekki á svari: -Já, það kemur alveg til greina, en það myndi reyndar íþyngja rekstrinum töluvert og það er kannski erfitt að verða við því. Svar hans er eins og blaut tuska í andlit okkar foreldra barna í þessum skólum. Peningar fá forgang fram yfir heilsu barnanna okkar. Bálstofan í Fossvogi er úrelt og ónýt. Það er kominn tími til að horfast í augu við það. Heilbrigðiseftirlitið er búið að leyfa Bálstofunni að starfa undir skilyrðum sem uppfylla ekki kröfur um mengunarvarnir til fjölda ára. Lausnin er augljós og framkvæmanleg strax í dag. Hvar er tregðan? Liggur hún hjá Bálstofunni? Eða Heilbrigðiseftirlitinu? Eða er kannski kominn tími til þess að stjórnvöld axli ábyrgð í þessu máli og leysi það í eitt skipti fyrir öll? Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun