„Ég held að liðið sé svekkt út í hann. Sem ég get skilið, þetta er ekki einfalt. Það þarf að gefa honum tíma en samtímis þarf hann að læra að spila sem nía - að hafa vilja til að sýna sig,“ segir Henry um frammistöðu Mbappé í þætti CBS.
Jude Bellingham, liðsfélagi Mbappé, sé að sinna hlutverki Frakkans í framlínunni á sama tíma og hann spili sjálfur sem miðjumaður og reyni að tengja saman spil.
„Bellingham er að reyna að gera það sem nían hans, Mbappé, á að vera að gera,“ segir Henry og bætir við:
„Það er eiginlega alltaf Bellingham sem er að taka hlaup á bakvið vörnina og hann sem er að tengja liðið saman í spili. Samt er það hann sem reynir að brjóta upp varnarlínuna.“
Fleira kemur fram í ítarlegri greiningu Henrys sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan.
Thierry Henry brilliantly breaks down a major issue Real Madrid have faced recently, how Kylian Mbappe needs to improve and why Carlo Ancelotti is the man who can fix things. pic.twitter.com/2sQAHYDttK
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) November 6, 2024