Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 14:32 Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar