Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 16:07 Bjarni Benediktsson er meðal annars starfandi matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn. Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Bjarni tók við embætti matvælaráðherra í starfstjórn eftir að ráðherrar Vinstri grænna ákváðu að gegna ekki áfram störfum í ráðuneytum sínum eftir að ríkisstjórnarsamstarfi var slitið og boðað til kosninga. Þá var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fenginn til að gegna hlutverki fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu. Þann 25. október staðfesti Bjarni síðan að umsókn hafi borist frá Hval hf. um leyfi til að stunda hvalveiðar. Sú umsókn er enn í vinnslu innan ráðuneytisins að sögn Bjarna. „Það hefur engin afstaða verið tekin. Við leggjum bara áherslu á að þetta fari í sitt lögboðna ferli. Það felur meðal annars í sér að leita umsagna, lögboðið er að Hafrannsóknastofnun veiti umsögn og það verður óskað eftir henni. Síðan mun ég fá álit sérfræðinga í ráðuneytinu á þessu máli. Það liggur fyrir að á þessu kjörtímabili hefur í tvígang verið gefið út leyfi til hvalveiða. Þetta er mál sem verður bara eins og allar aðrar beiðnir til stjórnkerfisins að fara í lögboðið ferli,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. En áttu von á að þetta verði afgreitt fyrir kosningar? „Við skulum bara sjá. Ég get ekki neitt fullyrt um það á þessum tímapunkti enda er málið í ferli í ráðuneytinu,“ svarar Bjarni. Stjórnsýslan í kringum leyfisveitingu til hvalveiða hefur verið umdeild á kjörtímabili fráfarandi ríkisstjórnar, bæði í tíð Svandísar Svavarsdóttur, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og nú Bjarna Benediktssonar. Þannig hafa sex náttúru- og dýraverndarsamtök til að mynda skorað á forseta Íslands að stöðva möguleg áform Bjarna um að gefa út hvalveiðileyfi á meðan hann gegnir embætti matvælaráðherra í starfsstjórn.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira