Innlent

Tveir hand­teknir eftir hópslagsmál

Árni Sæberg skrifar
Nokkrum sinnaðist á næturlífinu í nótt. Myndin er úr safni.
Nokkrum sinnaðist á næturlífinu í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi

Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt eftir hópslagsmál við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þeir voru í kjölfarið færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá tilkynningu um önnur slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þau hafi þó reynst minniháttar.

Af öðrum verkefnum lögreglumanna á lögreglustöðinni á Hverfisgötu ber hæst tilkynning vegna skemmdarverka á bifreið í miðborginni, þar sem skorið hafði verið á dekk, og handtaka manns sem grunaður var um sölu og dreifingu fíkniefna í miðborginni.

Þá segir að tilkynnt hafi verið um eld í vörubifreið í Grafarvogi. Slökkvilið hafi mætt á vettvang og slökkt eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×