Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 17:07 Dekkið var algjörlega umvafið. Haraldur Sigurðarson Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum þegar hann ók um Öxnadalinn á þriðjudagskvöld. Klæðing á veginum húðaðist utan um dekkin hans. Ökumaðurinn segir veginn á svæðinu oft vera í ansi slæmu standi. Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum. Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Haraldur Sigurðarson var á leið frá Reykjavík til Akureyrar á þriðjudagskvöld líkt og hann gerir einu sinni til tvisvar í mánuði. Hann er búsettur fyrir norðan en vinnur í bænum. Hann var nýlega kominn niður af Öxnadalsheiðinni og í dalnum sjálfum þegar hann tekur eftir sandi á veginum. Hann sá engin skilti en hugsaði með sér að Vegagerðin hafi verið að reyna að laga veginn fyrr um daginn. Haraldur Sigurðarson komst í hann krappann á þriðjudaginn. „Það var bíll svolítið á undan, trukkur og það var mikið ryk. Ég hugsaði að þarna hefði verið blæðing og eitthvað sett yfir þetta. Þessi vegur hefur verið blæðandi allt árið,“ segir Haraldur. „Þegar maður er að keyra þarna er eins og vegurinn sé blautur, það bara sullar úr tjörunni. Vegagerðin er alltaf að reyna að setja sand yfir og reyna að redda þessu.“ Kort sem sýnir hvar atvikið átti sér stað.Haraldur Sigurðarson Hann reyndi að keyra ögn utar til að sleppa við mesta sullið og spara sér ferð í tjöruhreinsun þegar hann er kominn að afleggjaranum inn að bænum Engimýri. „Akkúrat þar hleðst snögglega utan um dekkin á bílnum. Malbikið bara flettist upp. Húðast utan um dekkin hjá mér og þetta slettist í allar áttir. Það brotna innri brettin á bílnum. Ég missi stjórn á bílnum af því að eiginleikar dekkjanna hurfu. Ég hafði enga stýringu, það var eins og ég væri á búðarkerru,“ segir Haraldur. Gúmmíið snerti ekki jörðina eftir aksturinn.Haraldur Sigurðarson Hann náði að halda sér inni á veginum en bíllinn var alveg óökuhæfur eftir atvikið. Hann hafði samband við Vegagerðina sem sagði honum að fylla út eyðublað á netinu. Lögfræðideild þeirra myndi svo meta hvort stofnunin myndi bæta tjónið eða ekki. Haraldur var ekki ánægður með þau svör. „Þannig ég hringdi á lögregluna sem tók skýrslu og myndaði bílinn. Svo verður þetta að fara þá leið að maður gerir kröfu á tryggingarfélag Vegagerðarinnar að þeir borgi viðgerðina á bílnum. Það er bara vesen fram undan,“ segir Haraldur. Haraldur missti stjórn á bílnum á vegkaflanum.Haraldur Sigurðarson Hann segist feginn að það var ekki óreyndur ökumaður þarna á ferðinni. Aðrir hefðu mögulega ekki brugðist rétt við og þá hefðu málin endað mun verr. Hann hefur ekki ekið kaflann á ný eftir þetta. Áður en hann gerir það ætlar hann að hringja í Vegagerðina og vera fullviss um að vegurinn sé í nægilega góðu standi. Hann segir óboðlegt að svona hætta geti skapast ítrekað á sama vegkaflanum.
Umferð Umferðaröryggi Hörgársveit Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira