Willum Þór var á sínum stað í byrjunarliðinu á meðan Alfons Sampsted hóf leik á bekknum en kom inn þegar rúmlega stundarfjórðungur lifði leiks.
Eftir markalausan fyrri hálfleik átti Willum Þór fyrirgjöf á kollinn á Jay Stansfield, dýrasta leikmanni liðsins, sem stýrði boltanum í netið. Staðan orðin 1-0 Birmingham í vil og virtust það ætla að vera lokatölur leiksins.
STANNNOOOOOOO!!!!
— Birmingham City FC (@BCFC) November 9, 2024
Willum does well to direct the ball towards Jay, who flicks it past Burge in the Northampton net.
🔵 1-0 🟡 [55] | #BCFC pic.twitter.com/vQDVDvLRoU
Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jöfnuðu gestirnir hins vegar, lokatölur 1-1. Þetta var annað jafntefli Birmingham í röð en liðið hefur nú unnið aðeins tvo af síðustu fimm leikjum sínum.
Birmingham nú í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, tveimur minna en topplið Wycombe sem hefur leikið leik meira. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Hollywood-liði Wrexham eru svo í 3. sæti með 28 stig.
Willum Þór hefur nú skorað fjögur mörk og lagt upp fjögur til viðbótart í 13 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað fimm og lagt upp sjö í 16 leikjum í öllum keppnum.