Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 20:01 Ruud van Nistelrooy á hliðarlínunni. Martin Rickett/Getty Images Ruud van Nistelrooy stýrði Manchester United til 3-0 sigurs í því sem var hans síðasti leikur sem aðalþjálfari liðsins. Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Hann tapaði ekki neinum af fjórum leikjum sínum sem aðalþjálfari en Rúben Amorim mun taka við sem þjálfari liðsins í komandi landsleikjahléi. Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Nistelrooy. „Ég get aðeins lýst augnablikinu, hvernig mér líður og hvernig það er að klára þessa fjögurra leikja hrinu. Fyrir mér er sú hrina búin en framtíðin óráðin. Þannig leið mér, þetta var fallegt augnablik og að geta deilt því með stuðningsfólkinu var sérstakt,“ sagði Ruud eftir 3-0 sigur Rauðu djöflanna á Leicester City. Með Nistelrooy sem aðalþjálfara vann Man United öruggan sigur á Leicester í deildarbikarnum sem og ensku úrvalsdeildinni. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Chelsea og lagði PAOK 2-0 í Evrópudeildinni. „Það sem var mikilvægast fyrir mér þegar ég tók við var að ná smá stöðugleika og halda áfram að spila eins og leikmennirnir eru vanir. Má segja að við höfum spilað 85 prósent eins og þeir eru vanir en við breyttum litlum hlutum hér og þar ásamt því að hvíla leikmenn.“ „Það er þar sem þú byrjar að setja þín einkenni á liðið, til að byggja upp sjálfstraust. Þú sérð gæðin sem leikmennirnir búa yfir en við höfum ekki sýnt nægilegan stöðugleika og það er margt sem má bæta. En í síðustu fjórum leikjum höfum við byggt upp góðan grunn, sýnt góða samheldni og góðan anda. Leikmennirnir voru klárir og við náðum fjórum góðum úrslitum.“ You've done us proud, Ruud. pic.twitter.com/B29GnNMAsm— Manchester United (@ManUtd) November 10, 2024 „Nei, mér leið eins og við værum að loka þessum kafla og það var fallegt augnablik. Ég er þakklátur fyrir móttökurnar, þær voru ótrúlegar,“ sagði Hollendingurinn aðspurður hvort hann væri að kveðja. Ruud var jafnframt þakklátur að félagið hafi verið hreint og beint með hversu lengi hann yrði við stjórnvölin. „Fyrir mér er félagið mikilvægasti hlutinn. Ég er hér til að styðja það og reyna leggja mitt að mörkum. Eftir þessa fjóra leiki munum við ræða saman, ég býst við að heyra meira í dag eða á morgun,“ sagði Ruud að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti