Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. nóvember 2024 19:31 Takk fyrir að ætla að forða smiðum, hárgreiðslufólki og pípurum í sjálfstæðum rekstri, frá skattahækkunum í tengslum við svokallaða lokun ehf-gatsins. Í tillögum ykkar í Samfylkingunni um lokun ehf-gatsins, stendur eftirfarandi:"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Eigendum ehf-félaga ber samkvæmt lögum, að greiða sér laun, sem ákvarðast af því sem kallað er reiknað endurgjald. Í texta Fjármálaráðuneytisins sem þú vitnar til í grein þinni stendur eftirfarandi um reiknaða endurgjaldið: “Reiknað endurgjald á ekki að vera lægra en launatekjur manns hefðu orðið ef hann hefði unnið fyrir ótengdan eða óskyldan aðila.Ríkisskattstjóri setur árlega reglur um lágmark reiknaðs endurgjalds með hliðsjón af raunverulegum tekjum fyrir sambærileg störf, að viðbættum hvers konar hlunnindum, og eru reglurnar birtar árlega í Stjórnartíðindum. Viðmiðunarreglunum er skipt upp eftir starfaflokkum og eru fjárhæðirnar lágmarksviðmið og taka mið af almennum taxtalaunum. “ Nú er rekstur og viðfangsefni þessara ehf-félaga, eflaust jafn misjöfn og þau eru mörg. Flest eiga þau þó sameiginlegt, að eigendur þeirra hafa stofnað þau og komið þeim í rekstur með því að taka áhættu með eigið sjálfsaflafé eða fengið lánað í banka, sem auðvitað felst líka áhætta í. Hagnaður þessara að félaga verður svo auðvitað mismikill og því svigrúm þessara félaga til arðgreiðslna er því auðvitað mismikið. Von um hagnað og arð til frekari fjárfestinga, er einn helsti hvati einkaframtaksins til nýrra fjárfestinga og verðmætasköpunnar. Það er því líkt gamaldags vinstri flokki, líkt og Samfylkingin er, að minnsta kosti hvað þetta atriði varðar, að vilja helst drepa alla hvata einkaframtaksins til verðmætasköpunar með auknum sköttum. Svo framarlega sem allir þessir eigendur greiði sér rétt reiknað endurgjald samkvæmt reglum ríkisskattsstjóra. Telja þeir reiknaða endurgjaldið réttilega fram sem launatekjur og arðgreiðslur, réttilega fram sem fjármagnstekjur. Enda arður af rekstri, ekki hluti reiknaða endurgjaldsins. Það er því ekki um ranglega uppgefnar tekjur að ræða. Ef að svo væri, þá hefði Skatturinn varla undan að senda tilmæli um rétt skattaskil.Tilmæli sem kona sem þú þekkir ágætlega hefur reynslu af að fá. Hvað fær ykkur í Samfylkingunni til þess að saka fjölda manns, sem skila rétt útfylltu skattframtali um skattsvik? Er það liður í “leynilegu” plani ykkar um að hækka allan fjármagnstekjuskatt af arði til jafns við skatt af launatekjum? Um kostnað heimila og fyrirtækja. Það er nú svo frekar ómerkilegur hálfsannleikur og auðvitað af hluta til lygi ykkar Samfylkingarfólks, að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hafa hækkað kostnað heimila og fyrirtækja.Stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir, hvorki hækka né lækka vexti. Vaxtaákvarðanir hvers tíma eru á hendi Seðlabanka Íslands, sem er sjálfstæð stofnun.Seðlabankastjóri hefur reyndar látið það eftir sér, að mögulega hafi bankinn lækkað vexti of mikið, þegar allt atvinnu og athafnalíf lamaðist í heimsfaraldrinum. Að loknum heimsfaraldri hafi hins vegar allt atvinnu og athafnalíf, farið af stað með mun meiri krafti en reiknað hafi verið með. Það hafi því valdið því að hækkunarferlið að loknum heimsfaraldri hafi orðið brattara en gott þykir. Hversu fljótt, atvinnu og athafnalífið komst fljótt á gott skrið má þakka þeim aðgerðum til varnar heimilum og fyrirtækjum í landinu, sem ríkisstjórnin greip til í heimsfaraldrinum.Hvað skattbyrðina varðar, þá er það að vísu satt að skattbyrði stórs hluta launafólks hefur vaxið frá árinu 2013.En frá því ári hafa lágmarkslaun í landinu hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Að minnsta kosti tvisvar frá árinu 2013 hefur tekjuskattur á launatekjur verið lækkaður. Síðast árið 2019 í tengslum við lífskjarasamningana. Reyndar hefur þinn ágæti formaður “grátið” þá lækkun, vegna þess að með henni hafi ríkisstjórnin afsalað sér tekjum sem annars gætu runnið til velferðarmála. Á sama tíma hefur verðlag samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunar hækkað um 57,2%. Þannig að þrátt fyrir aukna skattbyrði, hefur nú kaupmáttur heimilana vaxið töluvert á vakt Sjálfstæðisflokksins.Það þarf nú svo varla, húsasmiður góður, að minna þig á þær hamfarir og áskoranir sem að við Íslendingar höfum þurft að glíma við undanfarin fjögur og hálft ár. Að ætlast til þess að hér sé mikill efnahagslegur stöðugleiki á meðan slíkar hamfarir ganga yfir er í besta falli óraunhæft. Þrátt fyrir öll þessi áföll, er staðan bara nokkuð viðunnandi, hvort sem litið er til alþjóðlegs samanburðar eða til innlendra hagtalna. Í þröngri stöðu ríkissjóðs hefur velferðarkerfið verið varið og auknum fjármunum veitt til þess ár frá ári. Hvað húsnæðismálin varðar, þá keyrir lóðaskortur upp fasteignaverðið. Í að minnsta kosti áratug, ef ekki lengur, hefur verulega vantað upp á það að stærsta sveitarfélag landsins hafi úthlutað nógu mörgum lóðum undir íbúðir fyrir venjulegt fjölskyldufólk, sem venjulegt fjölskyldufólk hefur ráð á að kaupa. Venjulegt fjölskyldufólk hefur hrakist úr borginni í sveitarfélögin í kringum borgina. Reyndar í sveitarfélögin á milli Hvítáa. Þú veist það vel, húsasmiður góður, hvaða flokkur hefur nú verið ríkjandi í stærsta sveitarfélagi landsins, alla þessa öld að undanskyldum fjórum árum. Í þeim sveitarfélögum á milli Hvítáa, sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og hefur stýrt, hefur sú staða afar fátíð að þar skorti lóðir og íbúða og innviðauppbygging þar með mun eðlilegri hætti en hjá borginni. Að lokum má svo spyrja, kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi, hversu vel Samfylkingunni í Reykjavík, hefur gengið að lækka kostnað heimila og fyrirtækja í Reykjavík í þeim þáttum sem snúa að skatt og gjaldheimtu borgarinnar? Minnistu þess nokkuð að Samfylkingin í Reykjavík hafi haft einhverjar áhyggjur af síhækkandi fasteignaskatti sem leggst á fyrirtæki og heimili í borginni? Eða haft uppi einhver áform um það að lækka hann? Hefur Samfylkingin reiknað eða látið reikna fyrir sig, breytingu fasteignaskattbyrðar á Reykvísk heimili frá árinu 2013? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kristinn Karl Brynjarsson Skattar og tollar Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Takk fyrir að ætla að forða smiðum, hárgreiðslufólki og pípurum í sjálfstæðum rekstri, frá skattahækkunum í tengslum við svokallaða lokun ehf-gatsins. Í tillögum ykkar í Samfylkingunni um lokun ehf-gatsins, stendur eftirfarandi:"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Eigendum ehf-félaga ber samkvæmt lögum, að greiða sér laun, sem ákvarðast af því sem kallað er reiknað endurgjald. Í texta Fjármálaráðuneytisins sem þú vitnar til í grein þinni stendur eftirfarandi um reiknaða endurgjaldið: “Reiknað endurgjald á ekki að vera lægra en launatekjur manns hefðu orðið ef hann hefði unnið fyrir ótengdan eða óskyldan aðila.Ríkisskattstjóri setur árlega reglur um lágmark reiknaðs endurgjalds með hliðsjón af raunverulegum tekjum fyrir sambærileg störf, að viðbættum hvers konar hlunnindum, og eru reglurnar birtar árlega í Stjórnartíðindum. Viðmiðunarreglunum er skipt upp eftir starfaflokkum og eru fjárhæðirnar lágmarksviðmið og taka mið af almennum taxtalaunum. “ Nú er rekstur og viðfangsefni þessara ehf-félaga, eflaust jafn misjöfn og þau eru mörg. Flest eiga þau þó sameiginlegt, að eigendur þeirra hafa stofnað þau og komið þeim í rekstur með því að taka áhættu með eigið sjálfsaflafé eða fengið lánað í banka, sem auðvitað felst líka áhætta í. Hagnaður þessara að félaga verður svo auðvitað mismikill og því svigrúm þessara félaga til arðgreiðslna er því auðvitað mismikið. Von um hagnað og arð til frekari fjárfestinga, er einn helsti hvati einkaframtaksins til nýrra fjárfestinga og verðmætasköpunnar. Það er því líkt gamaldags vinstri flokki, líkt og Samfylkingin er, að minnsta kosti hvað þetta atriði varðar, að vilja helst drepa alla hvata einkaframtaksins til verðmætasköpunar með auknum sköttum. Svo framarlega sem allir þessir eigendur greiði sér rétt reiknað endurgjald samkvæmt reglum ríkisskattsstjóra. Telja þeir reiknaða endurgjaldið réttilega fram sem launatekjur og arðgreiðslur, réttilega fram sem fjármagnstekjur. Enda arður af rekstri, ekki hluti reiknaða endurgjaldsins. Það er því ekki um ranglega uppgefnar tekjur að ræða. Ef að svo væri, þá hefði Skatturinn varla undan að senda tilmæli um rétt skattaskil.Tilmæli sem kona sem þú þekkir ágætlega hefur reynslu af að fá. Hvað fær ykkur í Samfylkingunni til þess að saka fjölda manns, sem skila rétt útfylltu skattframtali um skattsvik? Er það liður í “leynilegu” plani ykkar um að hækka allan fjármagnstekjuskatt af arði til jafns við skatt af launatekjum? Um kostnað heimila og fyrirtækja. Það er nú svo frekar ómerkilegur hálfsannleikur og auðvitað af hluta til lygi ykkar Samfylkingarfólks, að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hafa hækkað kostnað heimila og fyrirtækja.Stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir, hvorki hækka né lækka vexti. Vaxtaákvarðanir hvers tíma eru á hendi Seðlabanka Íslands, sem er sjálfstæð stofnun.Seðlabankastjóri hefur reyndar látið það eftir sér, að mögulega hafi bankinn lækkað vexti of mikið, þegar allt atvinnu og athafnalíf lamaðist í heimsfaraldrinum. Að loknum heimsfaraldri hafi hins vegar allt atvinnu og athafnalíf, farið af stað með mun meiri krafti en reiknað hafi verið með. Það hafi því valdið því að hækkunarferlið að loknum heimsfaraldri hafi orðið brattara en gott þykir. Hversu fljótt, atvinnu og athafnalífið komst fljótt á gott skrið má þakka þeim aðgerðum til varnar heimilum og fyrirtækjum í landinu, sem ríkisstjórnin greip til í heimsfaraldrinum.Hvað skattbyrðina varðar, þá er það að vísu satt að skattbyrði stórs hluta launafólks hefur vaxið frá árinu 2013.En frá því ári hafa lágmarkslaun í landinu hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Að minnsta kosti tvisvar frá árinu 2013 hefur tekjuskattur á launatekjur verið lækkaður. Síðast árið 2019 í tengslum við lífskjarasamningana. Reyndar hefur þinn ágæti formaður “grátið” þá lækkun, vegna þess að með henni hafi ríkisstjórnin afsalað sér tekjum sem annars gætu runnið til velferðarmála. Á sama tíma hefur verðlag samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunar hækkað um 57,2%. Þannig að þrátt fyrir aukna skattbyrði, hefur nú kaupmáttur heimilana vaxið töluvert á vakt Sjálfstæðisflokksins.Það þarf nú svo varla, húsasmiður góður, að minna þig á þær hamfarir og áskoranir sem að við Íslendingar höfum þurft að glíma við undanfarin fjögur og hálft ár. Að ætlast til þess að hér sé mikill efnahagslegur stöðugleiki á meðan slíkar hamfarir ganga yfir er í besta falli óraunhæft. Þrátt fyrir öll þessi áföll, er staðan bara nokkuð viðunnandi, hvort sem litið er til alþjóðlegs samanburðar eða til innlendra hagtalna. Í þröngri stöðu ríkissjóðs hefur velferðarkerfið verið varið og auknum fjármunum veitt til þess ár frá ári. Hvað húsnæðismálin varðar, þá keyrir lóðaskortur upp fasteignaverðið. Í að minnsta kosti áratug, ef ekki lengur, hefur verulega vantað upp á það að stærsta sveitarfélag landsins hafi úthlutað nógu mörgum lóðum undir íbúðir fyrir venjulegt fjölskyldufólk, sem venjulegt fjölskyldufólk hefur ráð á að kaupa. Venjulegt fjölskyldufólk hefur hrakist úr borginni í sveitarfélögin í kringum borgina. Reyndar í sveitarfélögin á milli Hvítáa. Þú veist það vel, húsasmiður góður, hvaða flokkur hefur nú verið ríkjandi í stærsta sveitarfélagi landsins, alla þessa öld að undanskyldum fjórum árum. Í þeim sveitarfélögum á milli Hvítáa, sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og hefur stýrt, hefur sú staða afar fátíð að þar skorti lóðir og íbúða og innviðauppbygging þar með mun eðlilegri hætti en hjá borginni. Að lokum má svo spyrja, kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi, hversu vel Samfylkingunni í Reykjavík, hefur gengið að lækka kostnað heimila og fyrirtækja í Reykjavík í þeim þáttum sem snúa að skatt og gjaldheimtu borgarinnar? Minnistu þess nokkuð að Samfylkingin í Reykjavík hafi haft einhverjar áhyggjur af síhækkandi fasteignaskatti sem leggst á fyrirtæki og heimili í borginni? Eða haft uppi einhver áform um það að lækka hann? Hefur Samfylkingin reiknað eða látið reikna fyrir sig, breytingu fasteignaskattbyrðar á Reykvísk heimili frá árinu 2013? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar