Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 11. nóvember 2024 13:52 Rithöfundurinn Jónas Reynir Gunnarsson hefur sent frá sér skáldsöguna Múffa. Skáldsagan Múffa eftir Jónas Reyni Gunnarsson er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Rebekka Sif Stefánsdóttir segir þetta um bókina. Jónas Reynir Gunnarsson er einn af okkar athyglisverðustu rithöfundum en hann greip landann með fyrstu skáldsögu sinni, Millilendingu, og toppaði sig með þeirri fjórðu, Kákasusgerillinn, sem kom út 2022. Nú teflir hann fram fimmtu skáldsögunni, Múffu. Það munu eflaust margir stoppa við þennan titil, ég gerði það nú sjálf. En hér er ekki um að ræða einhverja myndlíkingu heldur einfaldlega gervipíku. Það mun líklega koma mörgum á óvart en þetta tiltekna kynlífsleikfang mun stía í sundur lítilli fjölskyldu utan af landi. Þetta hljómar nú örugglega svolítið furðulega en það er einmitt það sem þessi bók er, uppfull af furðum. Rebekka Sif Steánsdóttir Bókin hefst í kjallarherbergi Markúsar, þrjátíu og þriggja ára manns, sem eyðir mestum tíma sínum í tölvuleikjum. Hann býr hjá föður sínum, Birni, og stjúpmóður, Ölmu. Alma er doktor í heimspeki sem vinnur sem grunnskólakennari í litla þorpinu á meðan Björn vinnur hjá Vegagerðinni. Vert er að minnast á dularfulla hundinn sem kemur fyrir í upphafi bókar og prýðir kápu bókarinnar, en hann verður tákn út í gegn um söguna sem athyglisvert er að ráða í. Örlagaríki pakkinn Björn telur að múffan muni orsaka „algjöra uppgjöf“ (bls. 25) hjá Markúsi. En Alma telur að múffan muni fresla hann, kannski mun hún jafnvel kveikja áhuga hans á að kynnast alvöru konu: „Hann er frjálsari en við af því að hann lifir eftir gildum sínum.“ (bls. 37) Þessi ágreiningur hjónanna veldur því að Björn yfirgefur heimilið. Hér eru hjón sem einblína á líf fullorðins sonar sem hefur ekki aðlagað sig að samfélaginu eins og þau vildu þegar raunveruleikinn er sá að þau bæði þurfa að horfa í eigin barm. Hver er það sem þarfnast hjálpar á þessu heimili? Fyrri partur bókarinnar er fremur hefðbundinn en í seinni hluta verksins fara undarlegir hlutir að gerast. Það má segja að söguþráðurinn beygi af hinum fjölfarna þjóðvegi inn á illa merktan malarveg þar sem lesandinn finnur fyrir glænýja og óhefðbundna staði. Bókin minnir mig að því leytinu á Krossfiska, aðra skáldsögu Jónasar, sem leysist út í súrrealismann. Á þessum tímapunkti þarf lesandinn að halda sér fast til að halda í við söguþráðinn. Alma kannar áður ókunn djúp, óuppgert samband við gamlan vin, Markús flýr og Björn reynir að ráða úr því sem gerðist. Fjölskyldan tvístrast í leit að svörum. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Jól Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
Jónas Reynir Gunnarsson er einn af okkar athyglisverðustu rithöfundum en hann greip landann með fyrstu skáldsögu sinni, Millilendingu, og toppaði sig með þeirri fjórðu, Kákasusgerillinn, sem kom út 2022. Nú teflir hann fram fimmtu skáldsögunni, Múffu. Það munu eflaust margir stoppa við þennan titil, ég gerði það nú sjálf. En hér er ekki um að ræða einhverja myndlíkingu heldur einfaldlega gervipíku. Það mun líklega koma mörgum á óvart en þetta tiltekna kynlífsleikfang mun stía í sundur lítilli fjölskyldu utan af landi. Þetta hljómar nú örugglega svolítið furðulega en það er einmitt það sem þessi bók er, uppfull af furðum. Rebekka Sif Steánsdóttir Bókin hefst í kjallarherbergi Markúsar, þrjátíu og þriggja ára manns, sem eyðir mestum tíma sínum í tölvuleikjum. Hann býr hjá föður sínum, Birni, og stjúpmóður, Ölmu. Alma er doktor í heimspeki sem vinnur sem grunnskólakennari í litla þorpinu á meðan Björn vinnur hjá Vegagerðinni. Vert er að minnast á dularfulla hundinn sem kemur fyrir í upphafi bókar og prýðir kápu bókarinnar, en hann verður tákn út í gegn um söguna sem athyglisvert er að ráða í. Örlagaríki pakkinn Björn telur að múffan muni orsaka „algjöra uppgjöf“ (bls. 25) hjá Markúsi. En Alma telur að múffan muni fresla hann, kannski mun hún jafnvel kveikja áhuga hans á að kynnast alvöru konu: „Hann er frjálsari en við af því að hann lifir eftir gildum sínum.“ (bls. 37) Þessi ágreiningur hjónanna veldur því að Björn yfirgefur heimilið. Hér eru hjón sem einblína á líf fullorðins sonar sem hefur ekki aðlagað sig að samfélaginu eins og þau vildu þegar raunveruleikinn er sá að þau bæði þurfa að horfa í eigin barm. Hver er það sem þarfnast hjálpar á þessu heimili? Fyrri partur bókarinnar er fremur hefðbundinn en í seinni hluta verksins fara undarlegir hlutir að gerast. Það má segja að söguþráðurinn beygi af hinum fjölfarna þjóðvegi inn á illa merktan malarveg þar sem lesandinn finnur fyrir glænýja og óhefðbundna staði. Bókin minnir mig að því leytinu á Krossfiska, aðra skáldsögu Jónasar, sem leysist út í súrrealismann. Á þessum tímapunkti þarf lesandinn að halda sér fast til að halda í við söguþráðinn. Alma kannar áður ókunn djúp, óuppgert samband við gamlan vin, Markús flýr og Björn reynir að ráða úr því sem gerðist. Fjölskyldan tvístrast í leit að svörum. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Jól Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira