Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:32 Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun