Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 21:15 Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Sigríður María Egilsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við eldhúsborðið sitja foreldrarnir og bogra yfir reikningum mánaðarins. Börnin eru loksins sofnuð en það er þessi tími mánaðarins og afslöppunin verður að bíða. Reiknivélin er opin á símanum og útreikningarnir krotaðir á umslag frá tryggingafélaginu sem nú má alls ekki lenda í ruslinu. Staðan lítur ekki vel út. Áður en gripið er til þess að hækka heimildina á kreditkortinu leita flest heimili leiða til að fara betur með peninginn í hverjum mánuði. Spyrja sig praktískra spurninga, drifnum af skynsemi. Þurfa krakkarnir nýja skó bráðlega? Er kannski bara best að sleppa því að fara út að borða um helgina? Höfum við efni á að fara til Tene í sumar? Rýnt er í alla útgjaldaliði og þess gætt að eyðslan sé skynsamleg í hlutfalli við tekjurnar. Þetta er lögmál sem alltaf á við, en sér í lagi þegar kreppir að. Berum þennan hugsunarhátt saman við háttsemi stjórnvalda og rekstur ríkissjóðs. Hefur ríkisstjórnin „sest við eldhúsborðið,“ tekið til í heimilisbókhaldinu og spurt áleitinna spurninga, líkt og heimilin í landinu þurfa að gera? Eru fjármunirnir sem lagðir eru í heilbrigðiskerfið að fara á rétta staði? Eru fjármunirnir í menntakerfinu að nýtast líkt og þeir ættu að gera? Hvar erum við að eyða fjármunum sem gætu nýst betur annars staðar? Svo virðist ekki vera, en ríkissjóður hefur verið rekinn með halla í sex ár og langt er í að stjórnvöld áætli að hann skili afgangi. Báknið við eldhúsborðið Þrátt fyrir nær óslitna setu Sjálfstæðisflokksins við stjórnvölin síðustu 40 ár hafa umsvif hins opinbera vaxið langt umfram tilefni. Til að mynda hefur opinberum stöðugildum fjölgað um 60% frá aldamótum á meðan stöðugildum í einkageiranum fjölgaði um 30% og skattbyrði hefur farið vaxandi og er í raun óvíða meiri. Loforð um minnkandi umsvif duga skammt þegar þau eru síðan aukin með enn öðru ráðuneytinu eða stofnuninni til að lægja innanflokksöldur eða til að kaupa sér stjórnarsamstarf. Báknið svokallaða er ekki á burt – það situr sem fastast við eldhúsborðið, smjattandi á enn öðru smáláninu frá Valhöll. Samtímis keppast vinstriflokkarnir við að lofa enn frekari vexti stjórnvalda. Meira svona, hærra þetta, og allt verður það svo greitt úr vasa einhvers annars en þín kæri kjósandi – svo lengi sem þér dettur ekki í hug að stofna eigin rekstur á næstu árum, ert ekki einyrki, fyrirtækjaeigandi, eða bara þátttakandi í samfélagi sem reiðir sig á þjónustu sem mun annað hvort hækka í verði með aukinni skattbyrði, jú eða versna. Þegar ríkissjóður stendur höllum fæti virðist vasi skattgreiðenda álitinn galopinn, hvort sem seilst er í hann gegnum aukna skatt- eða gjaldtöku, eða skuldsetningu sem skattgreiðendur fá í hausinn seinna meir. Útgjöld ríkissjóðs hafa aukist, illa gengur að vinda ofan af útgjaldaaukningu sem átti sér stað í heimsfaraldri og eru opinberar skuldir hérlendis, sem hlutfall af landsframleiðslu, mun hærri en á Norðurlöndunum. Þeir flokkar sem hafa verið við völd keppast nú við að lofa að nú skuli blaðinu sko snúið við og ríkissjóður undirgangast einhverskonar yfirnáttúrulega yfirhalningu, ásamt þeim grunnkerfum okkar sem standa höllum fæti þrátt fyrir að vera jafnvel betur fjármögnuð en kerfi nágrannalanda okkar. Nú skuli sko tryggja skilvirkt heilbrigðiskerfi, nú skuli efla menntakerfið, nú skuli huga að umönnun aldraðra og þeim einum er auðvitað treystandi til verksins. Gerum kröfur Það er í þessu samhengi hárrar skattheimtu en lélegrar þjónustu sem réttast er að staldra við og endurmeta stöðuna. Greina hvar óskilvirknin og sóunin er að eiga sér stað og útrýma henni áður en seilst er í vasa skattgreiðenda eftir meira fé. En hvað með þetta í staðinn: hvað með að í þetta skiptið taki almenningur sér meiri völd? Fari að líta á sig sem kaupendur þjónustunnar sem geri ríkari kröfur til stjórnvalda að fara vel með peningana sem þeim er látið í té nú þegar? Geri kröfu um að stjórnvöld setjist við eldhúsborðið og taki ákvarðanir á borð við þær sem almenningur sjálfur gerir á hverjum degi. Geri kröfu um að stjórnvöld geri það sem þau gera betur, áður en þau leitast eftir að gera meira; stjórnvöld sem hugsa um þá sem minnst mega sín í samfélaginu, sem huga að innviðum og grunnþjónustunni sem landsmenn eiga rétt á og borga fyrir. Kröfu um betri stjórnvöld – ekki meiri stjórnvöld. Höfundur er lögfræðingur og kjósandi Viðreisnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun