Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar 13. nóvember 2024 09:15 Það er búið að vera sérstaklega erfitt að fylgjast með kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í þetta skiptið. Ekki hvað síst í ljósi þess að á sama tíma er stéttin mín að berjast fyrir bættu starfsumhverfi og betri mönnun læknisþjónustu við landsmenn, en forsenda þess eru sómasamleg kjör lækna. Verkföll lækna eru yfirvofandi og staðan grafalvarleg. Læknar hafa árum saman talað fyrir lausnum sem bætt gætu stöðuna í heilbrigðisþjónustunni. Þessar ábendingar hafa margar fengið hlustun og skilning en úrbæturnar ganga mun hægar en hratt vaxandi vandi kerfisins. Þessi vandi helgast af mörgu, m.a. mjög hraðri fjölgun íbúa landsins og fjölgun í elstu aldurshópunum, sem er úr öllum takti við fjölda sérfræðilækna og uppbyggingu innviða kerfisins. Stöðugildum sérfræðilækna á Landspítalanum hefur t.a.m. heldur fækkað á undanförnum árum og sérfræðingum á stofu fækkaði einnig, þar til alveg nýlega þegar Sjúkratryggingar Íslands endurnýjuðu loksins samninga við síðarnefnda hópinn. Heimilislæknar þyrftu að vera helmingi fleiri en þeir eru í dag til að læknamönnun heilsugæslunnar teljist fullnægjandi, sem veldur enn meira álagi m.a. á bráðamóttökuna, þann stað kerfisins sem ekki getur sett ásókninni nein mörk þegar aðra innviði skortir, jafnvel þótt taka þurfi sjúkrabílabílskúrinn undir sjúklinga því gangarnir og biðstofurnar eru stappaðar. Ef heilbrigðiskerfið væri leikskóli væri löngu búið að loka honum. Hvaða foreldri myndi t.d. sætta sig við að barn sem misst hefur þvag og hægðir í buxurnar væri í þessum sömu buxum í sólarhring og einfaldlega klætt í hreinar buxur yfir þær óhreinu? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Hvaða foreldri myndi sætta sig við að lösnu barni í ruglástandi væri ýtt einu út af leikskólanum á náttfötum og inniskóm einum saman og læst á eftir því? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Hvaða foreldri myndi sætta sig við það að barnið þess væri vistað á lokaðri deild mánuðum saman, í bið eftir öðru úrræði, án þess að komast nokkurn tímann undir bert loft? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Þess ber einu sinni sem oftar að geta að þessi orð eru ekki rituð til að varpa skuld á heilbrigðisstarfsfólk eða stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Þar eru allir að gera sitt besta en stakkurinn er einfaldlega allt of þröngur. Fjölgun verkefnanna er of hröð miðað við hraða viðbragðanna. Við verðum að vita hvað frambjóðendur standa fyrir Inn í þennan veruleika og þessa baráttu stormar síðan kosningabaráttann í allri sinni dýrð. Þar heyrast sömu kunnuglegu frasarnir einu sinni sem oftar. Slagorð án raunverulegs innihalds, sum óhugnanlegri en önnur. Hægri og vinstri pólarnir hafa enn sem fyrr dustað rykið af öfgunum í báðar áttir án þess að vilja viðurkenna þá staðreynd að sannleikurinn er oftast ekki svona hraðsoðinn og einfaldur. Að farsælast er að sýna auðmýkt og hlusta á þá sem raunverulega halda þessu kerfi á floti og eru með alla þá þekkingu sem til þarf til að leiða það á farsælari brautir. Fólk rífst í fjölmiðlum og keppnin virðist aðallega snúast um hver er duglegri að gjamma fram í fyrir hinum. Fólk kastar fram alls konar staðhæfingum sem stangast á og það skortir mjög á rýni á því hver fer með rétt mál og hver ekki. Hér mættu fjölmiðlar gjarnan veita meira aðhald og vera hlutlaus aðili á bandi kjósenda. Hin hliðin á kosningabaráttunni eru síðan léttu strengirnir, Tik Tok myndböndin og annað glaðhlakkalegt grín og glens. Að sjálfsögðu er skilningur fyrir því að þetta sé tól í verkfærakistu frambjóðenda til að höfða betur til kjósenda. En hvaða verkefni eru það sem þetta fólk er að sækjast eftir að vinna? Stjórna landinu á mjög krefjandi tímum. Gera okkur heilbrigðisstarfsfólki kleift að vinna vinnuna okkar með sóma og af stolti og veita öllum íbúum þessa lands þá vissu að þau verði gripin ef og þegar þau veikjast, slasast, missa færni, þurfa hjálp. Að í slíkum tilvikum hefjist ekki löng og erfið barátta við ómanneskjulegt kerfið ofan á allt annað. Að þegar maður er orðinn gamall og sárlasinn þurfi maður ekki að bíða dögum saman í 9 manna gluggalausu herbergi á bráðamóttökunni, þar sem veitt er sólarhrings bráðaþjónusta og erillinn stöðugur. Nái sér kannski aldrei eftir það. Að ef maður er svo óheppinn að mjaðmarbrotna þurfi maður ekki að bíða kvalinn af verkjum í allt að viku eftir bráðaaðgerð af því að það er ekki til pláss á deild vegna stöðugs útskriftarvanda. Ekkert af þessu er fyndið eða krefst eitthvað sérstaklega fyndins eða skemmtilegs fólks til að leysa. Við þurfum fólk sem getur gefið okkur raunhæf loforð um úrbætur og staðið við þau. Fólk sem tekur verkefninu eins alvarlega og við. Því vil ég biðja alla aðila baráttunnar um að gera betur fyrir fólkið í landinu. Gefa okkur heiðarleg og skýr skilaboð um framtíðina undir ykkar stjórn. Hætta blekkingum, minnka gjammið og grínið og tala af virðingu og af alvöru. Gerum sömu kröfur um fagmennsku á Alþingi Íslendinga og við gerum annars staðar í samfélaginu. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Steinunn Þórðardóttir Landspítalinn Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er búið að vera sérstaklega erfitt að fylgjast með kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í þetta skiptið. Ekki hvað síst í ljósi þess að á sama tíma er stéttin mín að berjast fyrir bættu starfsumhverfi og betri mönnun læknisþjónustu við landsmenn, en forsenda þess eru sómasamleg kjör lækna. Verkföll lækna eru yfirvofandi og staðan grafalvarleg. Læknar hafa árum saman talað fyrir lausnum sem bætt gætu stöðuna í heilbrigðisþjónustunni. Þessar ábendingar hafa margar fengið hlustun og skilning en úrbæturnar ganga mun hægar en hratt vaxandi vandi kerfisins. Þessi vandi helgast af mörgu, m.a. mjög hraðri fjölgun íbúa landsins og fjölgun í elstu aldurshópunum, sem er úr öllum takti við fjölda sérfræðilækna og uppbyggingu innviða kerfisins. Stöðugildum sérfræðilækna á Landspítalanum hefur t.a.m. heldur fækkað á undanförnum árum og sérfræðingum á stofu fækkaði einnig, þar til alveg nýlega þegar Sjúkratryggingar Íslands endurnýjuðu loksins samninga við síðarnefnda hópinn. Heimilislæknar þyrftu að vera helmingi fleiri en þeir eru í dag til að læknamönnun heilsugæslunnar teljist fullnægjandi, sem veldur enn meira álagi m.a. á bráðamóttökuna, þann stað kerfisins sem ekki getur sett ásókninni nein mörk þegar aðra innviði skortir, jafnvel þótt taka þurfi sjúkrabílabílskúrinn undir sjúklinga því gangarnir og biðstofurnar eru stappaðar. Ef heilbrigðiskerfið væri leikskóli væri löngu búið að loka honum. Hvaða foreldri myndi t.d. sætta sig við að barn sem misst hefur þvag og hægðir í buxurnar væri í þessum sömu buxum í sólarhring og einfaldlega klætt í hreinar buxur yfir þær óhreinu? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Hvaða foreldri myndi sætta sig við að lösnu barni í ruglástandi væri ýtt einu út af leikskólanum á náttfötum og inniskóm einum saman og læst á eftir því? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Hvaða foreldri myndi sætta sig við það að barnið þess væri vistað á lokaðri deild mánuðum saman, í bið eftir öðru úrræði, án þess að komast nokkurn tímann undir bert loft? Þetta kemur fyrir elstu íbúa þessa lands. Þess ber einu sinni sem oftar að geta að þessi orð eru ekki rituð til að varpa skuld á heilbrigðisstarfsfólk eða stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Þar eru allir að gera sitt besta en stakkurinn er einfaldlega allt of þröngur. Fjölgun verkefnanna er of hröð miðað við hraða viðbragðanna. Við verðum að vita hvað frambjóðendur standa fyrir Inn í þennan veruleika og þessa baráttu stormar síðan kosningabaráttann í allri sinni dýrð. Þar heyrast sömu kunnuglegu frasarnir einu sinni sem oftar. Slagorð án raunverulegs innihalds, sum óhugnanlegri en önnur. Hægri og vinstri pólarnir hafa enn sem fyrr dustað rykið af öfgunum í báðar áttir án þess að vilja viðurkenna þá staðreynd að sannleikurinn er oftast ekki svona hraðsoðinn og einfaldur. Að farsælast er að sýna auðmýkt og hlusta á þá sem raunverulega halda þessu kerfi á floti og eru með alla þá þekkingu sem til þarf til að leiða það á farsælari brautir. Fólk rífst í fjölmiðlum og keppnin virðist aðallega snúast um hver er duglegri að gjamma fram í fyrir hinum. Fólk kastar fram alls konar staðhæfingum sem stangast á og það skortir mjög á rýni á því hver fer með rétt mál og hver ekki. Hér mættu fjölmiðlar gjarnan veita meira aðhald og vera hlutlaus aðili á bandi kjósenda. Hin hliðin á kosningabaráttunni eru síðan léttu strengirnir, Tik Tok myndböndin og annað glaðhlakkalegt grín og glens. Að sjálfsögðu er skilningur fyrir því að þetta sé tól í verkfærakistu frambjóðenda til að höfða betur til kjósenda. En hvaða verkefni eru það sem þetta fólk er að sækjast eftir að vinna? Stjórna landinu á mjög krefjandi tímum. Gera okkur heilbrigðisstarfsfólki kleift að vinna vinnuna okkar með sóma og af stolti og veita öllum íbúum þessa lands þá vissu að þau verði gripin ef og þegar þau veikjast, slasast, missa færni, þurfa hjálp. Að í slíkum tilvikum hefjist ekki löng og erfið barátta við ómanneskjulegt kerfið ofan á allt annað. Að þegar maður er orðinn gamall og sárlasinn þurfi maður ekki að bíða dögum saman í 9 manna gluggalausu herbergi á bráðamóttökunni, þar sem veitt er sólarhrings bráðaþjónusta og erillinn stöðugur. Nái sér kannski aldrei eftir það. Að ef maður er svo óheppinn að mjaðmarbrotna þurfi maður ekki að bíða kvalinn af verkjum í allt að viku eftir bráðaaðgerð af því að það er ekki til pláss á deild vegna stöðugs útskriftarvanda. Ekkert af þessu er fyndið eða krefst eitthvað sérstaklega fyndins eða skemmtilegs fólks til að leysa. Við þurfum fólk sem getur gefið okkur raunhæf loforð um úrbætur og staðið við þau. Fólk sem tekur verkefninu eins alvarlega og við. Því vil ég biðja alla aðila baráttunnar um að gera betur fyrir fólkið í landinu. Gefa okkur heiðarleg og skýr skilaboð um framtíðina undir ykkar stjórn. Hætta blekkingum, minnka gjammið og grínið og tala af virðingu og af alvöru. Gerum sömu kröfur um fagmennsku á Alþingi Íslendinga og við gerum annars staðar í samfélaginu. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun