Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 14:17 Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun