Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 16:19 Vladimír Pútín og Olaf Scholz. AP Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Áður en hann talaði við Pútín hafði Scholz rætt við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði að Selenskí hafi sagt Scholz að það að tala við Pútín myndin eingöngu draga úr einangrun hans, í hans eigin augum, og hvetja hann til að halda stríðsrekstrinum áfram. „Pútín vill ekki frið. Hann vill pásu,“ sagði heimildarmaðurinn. Í samtali við Pútín fordæmdi Scholz enn og aftur innrás Rússa í Úkraínu og hvatti Pútín til að flytja hermenn sína á brott og að hefja viðræður um réttlátt og varandi friðarsamkomulag við Úkraínu. Samkvæmt heimildarmönnum DW sagði Scholz að innrás Rússa hefði leitt til mikilla hörmunga í Úkraínu og fordæmdi hann sérstaklega ítrekaðar loftárásir Rússa á borgaraleg skotmörk. Scholz mun einnig hafa gagnrýnt aðkomu Norður-kóreumanna að stríðinu og lýst því sem alvarlegri stigmögnun. Þá er Scholz, sem er mögulega á sínum síðustu dögum í embætti, einnig sagður hafa ítrekað við Pútín að Þjóðverjar myndu standa við bak Úkraínumanna eins lengi og þyrfti, samkvæmt tilkynningu á síðu kanslarans. Sagði hann Pútín að hann gæti því ekki talið sér trú um að tíminn væri með honum í liði. Kenndi NATO um innrásina Á vef Kreml má lesa hlið Pútíns frá símtalinu en þar er ítrekað að samtalið hafi komið til vegna beiðni frá Scholz. Þar segir enn fremur að samtal þeirra Pútíns og Scholz hafi verið ítarlegt og opinskátt. Pútín mun hafa tilkynnt Scholz að innrás Rússa í Úkraínu væri Atlantshafsbandalaginu að kenna. Leiðtogar NATO hefðu hunsað öryggishagsmuni Rússlands og stappað á réttindum rússneskumælandi íbúum Úkraínu. Forsetinn rússneski hefur á undanförnum árum gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar, eins og farið hefur verið yfir áður. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Þá hafa Pútín, sem sakaður hefur verið fyrir stríðsglæpi vegna umfangsmikilla rána Rússa á úkraínskum börnum, og embættismenn hans krafist þess að öllum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu, eða öllum ríkjum sem gengu í bandalagið eftir 1997. Saka rússneska hermenn um glæpi gegn mannkynin Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Þýskaland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira