„Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 10:17 Aron Einar Gunnarsson er aftur kominn með fyrirliðaband islenska karlalandsliðsins í fótbolta. Getty/ Robbie Jay Barratt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins. Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Sjá meira
Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Sjá meira